Innlent

Streita stór þáttur í sjúkdómum

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Unnur Anna Valdimarsdóttir prófessor í lýðheilsuvísindum.
Unnur Anna Valdimarsdóttir prófessor í lýðheilsuvísindum.

„Það er í dag nokkuð staðfest vísindalega að streita hefur áhrif á þróun sjúkdóma, þá sérstaklega geðsjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.

Rannsóknir Unnar snúast almennt um að varpa ljósi á það hvort og hvernig streita hefur áhrif á heilsufar og þróun sjúkdóma. „Þekkingargrunnurinn fyrir krabbamein hefur verið í hraðri mótun undanfarið. Það eru ekki sterkar vísbendingar um að streita hafi áhrif á uppkomu meinsins en töluverðar vísbendingar um að streita hafi áhrif á þróun meinsins. Til að mynda hvort meinið stækki og stofni lífi einstaklingsins í hættu,“ sagði Unnur enn fremur.

„Eins höfum við séð í okkar rannsóknum að einstaklingar sem hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli, eins og að greinast með krabbamein eða missa einhvern nákominn, eru í stóraukinni hættu á því að fá hjartaáfall strax í kjölfarið, en þeir hafa hærri dánartíðni og eru líklegri til að greinast með geðsjúkdóma,“ sagði Unnur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×