Bíó og sjónvarp

Fertugar leikkonur með yfirburði

Níu af tíu launahæstu leikkonunum í Hollywood árið 2012 voru 37 ára eða eldri.
Níu af tíu launahæstu leikkonunum í Hollywood árið 2012 voru 37 ára eða eldri.
Sú mýta hefur lengi loðað við Hollywood að þegar leikkonur skríða yfir 35 ára aldurinn fari hlutverkunum fækkandi.

Tímaritið The Hollywood Reporter fjallaði um efnið í vikunni og segir að nú sé annað uppi á teningnum.

Á síðasta ári voru níu af tíu launahæstu leikkonunum í Hollywood 37 ára eða eldri, en þar má telja þær Söndru Bullock, Meryl Streep og Angelinu Jolie.

Bent er á að handritshöfundarnir Tina Fey, Amy Poehler, Sarah Polley, Mindy Kaling, Lena Dunham og Kristen Wiig, sem bæði skrifaði og lék aðalhlutverkið í hinni stórskemmtilegu Bridesmaids, skrifi kvenhlutverkin eftir sínu eigin höfði og ekki eftir því hvort leikkonurnar teljast kynverur eða ekki.

Einnig er talað um að lýtaaðgerðir hljóti að hafa sitt að segja, en sumar leikkonur í Hollywood taka varla útlitsbreytingum svo árum skiptir sökum botox-aðgerða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×