Rautt er litur kynlífs – og hærra verðs Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. júní 2013 14:00 Caravaggio Kynlíf selur. Um það velkist enginn í vafa. Og rautt er litur kynlífsins, í lífinu jafnt og listinni, eins og Jonathan Jones, myndlistargagnrýnandi og höfundur bókarinnar Loves of the Artists, bendir á í bráðskemmtilegum pistli í The Guardian í gær. Hann bendir á að rauðir kjólar þyki kynæsandi, kynlífshverfi borga séu gjarnan kölluð rauða hverfið og að konur auki kynþokka vara sinna með rauðum lit. Það ætti því ekki að þurfa að koma neinum á óvart að því rauðari sem myndverk séu því meira höfði þau til kynhvatar kaupenda og því hærra verð séu þeir tilbúnir að greiða fyrir verkin. Jones bendir enn fremur á að í listinni sé rauði liturinn enn tengdari kynlífi en í lífinu sjálfu og tekur nokkur dæmi því til stuðnings. Vændiskonan María Magðalena sé til dæmis iðulega rauðklædd í málverkum og Titian hafi gengið enn lengra með því að gera hana rauðhærða í hinu fræga verki Noli Me Tangere. Hann nefnir Caravaggio og Degas einnig til sögunnar sem meistara þess að láta rauða litinn endurspegla kynferðislega undirtóna í verkum sínum og klykkir út með sögu af Mark Rothko sem að hans sögn heillaðist svo af rauðum vegg í gleðihúsi í Pompei að hann notaði rauða litinn óspart í verkum sínum upp frá því. Rothko hefur fengið hærra verð fyrir verk en nokkur annar myndlistarmaður og Jones þykir það fullkomlega skiljanlegt: „Þegar ég sé þessi hárauðu verk í Tate Modern finnst mér þau ólýsanlega sexý, þrátt fyrir tilvistarlegan drunga þeirra. Ég myndi borga hvað sem væri fyrir þau.“ Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Kynlíf selur. Um það velkist enginn í vafa. Og rautt er litur kynlífsins, í lífinu jafnt og listinni, eins og Jonathan Jones, myndlistargagnrýnandi og höfundur bókarinnar Loves of the Artists, bendir á í bráðskemmtilegum pistli í The Guardian í gær. Hann bendir á að rauðir kjólar þyki kynæsandi, kynlífshverfi borga séu gjarnan kölluð rauða hverfið og að konur auki kynþokka vara sinna með rauðum lit. Það ætti því ekki að þurfa að koma neinum á óvart að því rauðari sem myndverk séu því meira höfði þau til kynhvatar kaupenda og því hærra verð séu þeir tilbúnir að greiða fyrir verkin. Jones bendir enn fremur á að í listinni sé rauði liturinn enn tengdari kynlífi en í lífinu sjálfu og tekur nokkur dæmi því til stuðnings. Vændiskonan María Magðalena sé til dæmis iðulega rauðklædd í málverkum og Titian hafi gengið enn lengra með því að gera hana rauðhærða í hinu fræga verki Noli Me Tangere. Hann nefnir Caravaggio og Degas einnig til sögunnar sem meistara þess að láta rauða litinn endurspegla kynferðislega undirtóna í verkum sínum og klykkir út með sögu af Mark Rothko sem að hans sögn heillaðist svo af rauðum vegg í gleðihúsi í Pompei að hann notaði rauða litinn óspart í verkum sínum upp frá því. Rothko hefur fengið hærra verð fyrir verk en nokkur annar myndlistarmaður og Jones þykir það fullkomlega skiljanlegt: „Þegar ég sé þessi hárauðu verk í Tate Modern finnst mér þau ólýsanlega sexý, þrátt fyrir tilvistarlegan drunga þeirra. Ég myndi borga hvað sem væri fyrir þau.“
Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira