Ekki boðið upp á hamborgara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2013 00:01 Danka Podovac verður í eldlínunni með Stjörnunni í kvöld gegn Þrótti. Mynd / Anton „Ég hef spilað á Íslandi í sjö ár og ekki unnið neitt. Ég vildi komast í lið sem hefði möguleika á að vinna titil,“ segir Danka Podovac, sem farið hefur á kostum í óstöðvandi liði Stjörnunnar í sumar. Stjarnan hefur unnið alla fimm leiki sína, aðeins fengið á sig eitt mark og skorað tuttugu. Átta þeirra hefur Danka skorað. „Ég hef aldrei byrjað tímabil jafnvel,“ segir Danka og minnir á að þótt hún sé miðjumaður sinni hún lítilli varnarskyldu. Hennar hlutverk sé að koma samherjum í færi og skora. „En ég væri aldrei búin að skora svona mörg mörk ef ekki væri fyrir frábæra frammistöðu samherja minna.“Höfðu ekki efni á henni Danka hefur flakkað á milli liða á Íslandi frá því hún gekk fyrst í raðir Keflavíkur árið 2006. Eftir þrjú tímabil með Keflavík lá leiðin til Fylkis í Árbænum. Danka skoraði 13 mörk í 17 leikjum með Fylki en aftur söðlaði hún um. „Hvorki Keflavík né Fylkir höfðu nægt fjármagn til að geta haldið mér þar,“ segir Danka. Hún hafi því verið á flakki fyrir nauðsyn enda knattspyrnan starf hennar. Þór/KA á Akureyri naut krafta hennar sumarið 2010 og árin tvö á eftir var hún hjá ÍBV í Eyjum. „Við áttum möguleika á titlinum í fyrra hjá ÍBV en það tókst ekki. Nú tel ég okkur vera með besta liðið í deildinni. Ég hef aldrei átt betri möguleika á að vinna titilinn,“ segir Danka.Engir hamborgararstjarna Danka Podovac hefur farið á kostum með liði Stjörnunnar í sumar. Hún er búin að vera lengi á Íslandi.fréttablaðið/antonDanka býr með Megan Manthey, bandarískum leikmanni Stjörnunnar. Hún segir þær stöllur ná vel saman og samvistin gangi eftir því vel. „Það eru engir hamborgarar,“ segir Danka og hlær aðspurð um matinn sem herbergisfélaginn bjóði upp á. „Við eldum stundum saman og skiptumst líka á. Svo förum við stundum út að borða,“ segir Danka sem varð íslenskur ríkisborgari í apríl. Hún segir ríkisborgararéttinn hafa hjálpað til við að starfa innan Evrópu. „Með vegabréf frá Serbíu er erfitt að vera lengur en þrjá mánuði nokkurs staðar í Evrópu,“ segir Danka. Ísland getur þó ekki nýtt Dönku í landslið sitt enda er hún þrautreyndur landsliðsmaður Serba. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Vildi koma í veg fyrir væl "Ástæða þess að ég fékk Dönku til Stjörnunnar var fyrst og fremst sú að við misstum Gunnhildi Yrsu (Jónsdóttur) og Eddu Maríu (Birgisdóttur) af miðjunni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. 5. júní 2013 00:01 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
„Ég hef spilað á Íslandi í sjö ár og ekki unnið neitt. Ég vildi komast í lið sem hefði möguleika á að vinna titil,“ segir Danka Podovac, sem farið hefur á kostum í óstöðvandi liði Stjörnunnar í sumar. Stjarnan hefur unnið alla fimm leiki sína, aðeins fengið á sig eitt mark og skorað tuttugu. Átta þeirra hefur Danka skorað. „Ég hef aldrei byrjað tímabil jafnvel,“ segir Danka og minnir á að þótt hún sé miðjumaður sinni hún lítilli varnarskyldu. Hennar hlutverk sé að koma samherjum í færi og skora. „En ég væri aldrei búin að skora svona mörg mörk ef ekki væri fyrir frábæra frammistöðu samherja minna.“Höfðu ekki efni á henni Danka hefur flakkað á milli liða á Íslandi frá því hún gekk fyrst í raðir Keflavíkur árið 2006. Eftir þrjú tímabil með Keflavík lá leiðin til Fylkis í Árbænum. Danka skoraði 13 mörk í 17 leikjum með Fylki en aftur söðlaði hún um. „Hvorki Keflavík né Fylkir höfðu nægt fjármagn til að geta haldið mér þar,“ segir Danka. Hún hafi því verið á flakki fyrir nauðsyn enda knattspyrnan starf hennar. Þór/KA á Akureyri naut krafta hennar sumarið 2010 og árin tvö á eftir var hún hjá ÍBV í Eyjum. „Við áttum möguleika á titlinum í fyrra hjá ÍBV en það tókst ekki. Nú tel ég okkur vera með besta liðið í deildinni. Ég hef aldrei átt betri möguleika á að vinna titilinn,“ segir Danka.Engir hamborgararstjarna Danka Podovac hefur farið á kostum með liði Stjörnunnar í sumar. Hún er búin að vera lengi á Íslandi.fréttablaðið/antonDanka býr með Megan Manthey, bandarískum leikmanni Stjörnunnar. Hún segir þær stöllur ná vel saman og samvistin gangi eftir því vel. „Það eru engir hamborgarar,“ segir Danka og hlær aðspurð um matinn sem herbergisfélaginn bjóði upp á. „Við eldum stundum saman og skiptumst líka á. Svo förum við stundum út að borða,“ segir Danka sem varð íslenskur ríkisborgari í apríl. Hún segir ríkisborgararéttinn hafa hjálpað til við að starfa innan Evrópu. „Með vegabréf frá Serbíu er erfitt að vera lengur en þrjá mánuði nokkurs staðar í Evrópu,“ segir Danka. Ísland getur þó ekki nýtt Dönku í landslið sitt enda er hún þrautreyndur landsliðsmaður Serba.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Vildi koma í veg fyrir væl "Ástæða þess að ég fékk Dönku til Stjörnunnar var fyrst og fremst sú að við misstum Gunnhildi Yrsu (Jónsdóttur) og Eddu Maríu (Birgisdóttur) af miðjunni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. 5. júní 2013 00:01 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Vildi koma í veg fyrir væl "Ástæða þess að ég fékk Dönku til Stjörnunnar var fyrst og fremst sú að við misstum Gunnhildi Yrsu (Jónsdóttur) og Eddu Maríu (Birgisdóttur) af miðjunni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar. 5. júní 2013 00:01