Tvær frjálsar hendur, slef og tunga Sigga Dögg skrifar 16. maí 2013 14:00 SPURNING: Ég er í sambandi með stelpu og bara mjög hamingjusamur og kynlífið okkar er yfirleitt frekar gott. Um daginn vorum við að kela og hún fer að totta mig. Mér finnst tott allt í lagi en ég næ ekki að fá fullnægingu og það pirrar okkur bæði. Hún tekur þetta ótrúlega nærri sér og finnst þetta leiðinlegt og mér líka en ég veit bara ekki hvað ég á að gera því þetta er alveg gott en ég bara kemst ekki alla leið, er til einhver ákveðin tækni sem virkar fyrir alla eða eigum við bara að sleppa þessu? SVAR: Mér hafa borist óvenju margar fyrirspurnir um munnmök undanfarið og þá sérstaklega um tott. Það er kannski ekki skrítið í ljósi þess hvernig munnmök eru stunduð í klámi og fólk svo reynir að leika slíkt eftir heima hjá sér. Eins og ég hef oft sagt þá er klám ekki leiðarvísir að kynlífi og ætti alls ekki að nota það sem slíkt. Í klámi virðist markmiðið vera að gleypa liminn eins og að sá sem veiti mökin sé slanga sem gæti skotið sér úr kjálkalið. Þá las ég um daginn pistil sem gekk manna á milli á vefnum um að typpið væri eins og maísstöngull og ekki ætti að óttast að nota tennurnar og narta í það. Nú veit ég um þó nokkra limi sem hefðu engan áhuga á narti og óttast það jafnvel. Það er engin ein tækni sem á við um alla limi því við erum öll einstaklingar með mismunandi smekk og langanir. Hins vegar er hægt að vita hvernig líffræði typpisins er og grunnverkferlar við örvun hans. Næmasti staður limsins er fremsti hluti hans, þar sem kóngurinn er. Í munnmökum er ekki markmiðið að gleypa og kyngja heldur einmitt að nýta tvær frjálsar hendur og samhæfa hreyfingar þeirra við munn, slef og tungu. Svo er það einstaklingsbundið hvað hverjum þykir gott. Sumir vilja láta toga í punginn en aðrir vilja alls ekki láta snerta hann. Í munnmökum, sem og öðru í lífinu, er mikilvægt að tala saman um hvað þér þykir gott. Þú þarft að geta gefið leiðbeiningar, og tekið við þeim, svo að þetta verði sem ánægjulegast fyrir ykkur bæði. Að því sögðu þá þykir ekkert öllum munnmök vera heillandi eða frábær og það má alveg. Fólk fílar mismunandi hluti og það er algjörlega leyfilegt en þú þarft að láta kærustu þína vita og útskýra að þetta sé ekki spurning um tæknilega útfærslu. Kynlíf má líka bara vera gott, þó það leiði ekki til fullnægingar og á það vel við um tott því margar dömur óttast einmitt að fá upp í sig milljónir syndandi frumna svo þetta gæti verið lán í óláni fyrir ykkur bæði. Talið hreinskilnislega saman og þá komist þið að niðurstöðu um hvað hentar ykkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
SPURNING: Ég er í sambandi með stelpu og bara mjög hamingjusamur og kynlífið okkar er yfirleitt frekar gott. Um daginn vorum við að kela og hún fer að totta mig. Mér finnst tott allt í lagi en ég næ ekki að fá fullnægingu og það pirrar okkur bæði. Hún tekur þetta ótrúlega nærri sér og finnst þetta leiðinlegt og mér líka en ég veit bara ekki hvað ég á að gera því þetta er alveg gott en ég bara kemst ekki alla leið, er til einhver ákveðin tækni sem virkar fyrir alla eða eigum við bara að sleppa þessu? SVAR: Mér hafa borist óvenju margar fyrirspurnir um munnmök undanfarið og þá sérstaklega um tott. Það er kannski ekki skrítið í ljósi þess hvernig munnmök eru stunduð í klámi og fólk svo reynir að leika slíkt eftir heima hjá sér. Eins og ég hef oft sagt þá er klám ekki leiðarvísir að kynlífi og ætti alls ekki að nota það sem slíkt. Í klámi virðist markmiðið vera að gleypa liminn eins og að sá sem veiti mökin sé slanga sem gæti skotið sér úr kjálkalið. Þá las ég um daginn pistil sem gekk manna á milli á vefnum um að typpið væri eins og maísstöngull og ekki ætti að óttast að nota tennurnar og narta í það. Nú veit ég um þó nokkra limi sem hefðu engan áhuga á narti og óttast það jafnvel. Það er engin ein tækni sem á við um alla limi því við erum öll einstaklingar með mismunandi smekk og langanir. Hins vegar er hægt að vita hvernig líffræði typpisins er og grunnverkferlar við örvun hans. Næmasti staður limsins er fremsti hluti hans, þar sem kóngurinn er. Í munnmökum er ekki markmiðið að gleypa og kyngja heldur einmitt að nýta tvær frjálsar hendur og samhæfa hreyfingar þeirra við munn, slef og tungu. Svo er það einstaklingsbundið hvað hverjum þykir gott. Sumir vilja láta toga í punginn en aðrir vilja alls ekki láta snerta hann. Í munnmökum, sem og öðru í lífinu, er mikilvægt að tala saman um hvað þér þykir gott. Þú þarft að geta gefið leiðbeiningar, og tekið við þeim, svo að þetta verði sem ánægjulegast fyrir ykkur bæði. Að því sögðu þá þykir ekkert öllum munnmök vera heillandi eða frábær og það má alveg. Fólk fílar mismunandi hluti og það er algjörlega leyfilegt en þú þarft að láta kærustu þína vita og útskýra að þetta sé ekki spurning um tæknilega útfærslu. Kynlíf má líka bara vera gott, þó það leiði ekki til fullnægingar og á það vel við um tott því margar dömur óttast einmitt að fá upp í sig milljónir syndandi frumna svo þetta gæti verið lán í óláni fyrir ykkur bæði. Talið hreinskilnislega saman og þá komist þið að niðurstöðu um hvað hentar ykkur.