Stokka upp eða láta það springa? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. maí 2013 09:00 Aðsókn í kennaranám hefur minnkað um helming. Fréttablaðið sagði frá því í gær að árið 2006 hefðu 419 manns sótt um að hefja kennaranám við Háskóla Íslands, en 203 í fyrra. Árið 2012 var aðeins 13 umsækjendum hafnað, en 156 árið 2006. Þetta segir okkur tvennt; annars vegar verður ekki næg endurnýjun í kennarastéttinni ef ástandið lagast ekki og hins vegar veljast væntanlega lakari nemendur í kennaranámið. Hvort tveggja mun koma niður á menntun barnanna okkar. Stutt er síðan nám til kennsluréttinda var lengt úr þremur árum í fimm. Ólöf Rut Halldórsdóttir, kennaranemi og formaður nemendafélags kennaradeildar HÍ, bendir í samtali við Fréttablaðið á það augljósa: ??mín ágiskun er sú að þetta sé vegna lengingar námsins og lélegra kjara. Það er ekki boðið upp á laun í samræmi við lengd námsins.? Anna Kristín Sigurðardóttir deildarforseti segir að brýnasta lausnin á vandanum sé að hækka laun kennara. Ein rökin fyrir lengingu kennaranámsins á sínum tíma voru einmitt að hún myndi stuðla að því að kennarar bæru meira úr býtum. Svo kom hrunið og engir peningar eru til að hækka laun duglega að óbreyttu. Þess vegna sitjum við í þessari súpu; lengra nám sem skilar lítilli kjarabót er ekki eftirsóknarvert. Það er brýnt að hækka laun kennara. En það gerist ekki nema róttæk uppstokkun verði í menntakerfinu, sem eykur framleiðni þess og losar um peninga sem ríkið og sveitarfélögin geta þá notað til að borga kennurum meira. Ein leiðin til þess er að hrista upp í ósveigjanlegum og stöðnuðum kjarasamningum kennara og auka kennsluskylduna, þannig að færri kennara þurfi og þeir sem eftir eru geti fengið hærri laun. Þetta er ein þeirra leiða sem starfshópur á vegum samráðsvettvangs um aukna hagsæld lagði til fyrir skömmu. Önnur leið sem hópurinn leggur til er að stytta bæði grunn- og framhaldsskóla um eitt ár. Þetta er vitlegri tillaga en ýmsar fyrri í sama tilgangi af því að með henni er loksins viðurkennt að mestu tækifærin til hagræðingar eru í grunnskólanum. Hann lengdist um ár, auk þess sem skólaárið lengdist, án þess að fólk kunni mikið meira þegar það kemur í framhaldsskóla. Starfshópurinn leggur til að skólar verði sameinaðir og bekkir stækkaðir. Það væri skynsamlegt, en samhliða hlýtur meðal annars að þurfa að skoða hvaða áhrif stefnan um skóla án aðgreiningar hefur haft á starfsaðstæður kennara. Margt bendir til að hún henti ekki mörgum börnum með sérþarfir og því síður hinum sem betur standa. Þá valdi hún óhóflegu álagi hjá kennurum, sem ná ekki að sinna neinum vel. Kennarar og samtök þeirra þurfa að skoða með opnum huga þessar tillögur og fleiri um uppstokkun sem gerir skólakerfið hagkvæmara og getur skilað þeim betri kjörum. Róttækar kerfisbreytingar geta verið erfiðar og sársaukafullar, en það er betra að stokka upp skólakerfið en að láta tifandi tímasprengju sem kennaraskortur er sprengja það í loft upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Aðsókn í kennaranám hefur minnkað um helming. Fréttablaðið sagði frá því í gær að árið 2006 hefðu 419 manns sótt um að hefja kennaranám við Háskóla Íslands, en 203 í fyrra. Árið 2012 var aðeins 13 umsækjendum hafnað, en 156 árið 2006. Þetta segir okkur tvennt; annars vegar verður ekki næg endurnýjun í kennarastéttinni ef ástandið lagast ekki og hins vegar veljast væntanlega lakari nemendur í kennaranámið. Hvort tveggja mun koma niður á menntun barnanna okkar. Stutt er síðan nám til kennsluréttinda var lengt úr þremur árum í fimm. Ólöf Rut Halldórsdóttir, kennaranemi og formaður nemendafélags kennaradeildar HÍ, bendir í samtali við Fréttablaðið á það augljósa: ??mín ágiskun er sú að þetta sé vegna lengingar námsins og lélegra kjara. Það er ekki boðið upp á laun í samræmi við lengd námsins.? Anna Kristín Sigurðardóttir deildarforseti segir að brýnasta lausnin á vandanum sé að hækka laun kennara. Ein rökin fyrir lengingu kennaranámsins á sínum tíma voru einmitt að hún myndi stuðla að því að kennarar bæru meira úr býtum. Svo kom hrunið og engir peningar eru til að hækka laun duglega að óbreyttu. Þess vegna sitjum við í þessari súpu; lengra nám sem skilar lítilli kjarabót er ekki eftirsóknarvert. Það er brýnt að hækka laun kennara. En það gerist ekki nema róttæk uppstokkun verði í menntakerfinu, sem eykur framleiðni þess og losar um peninga sem ríkið og sveitarfélögin geta þá notað til að borga kennurum meira. Ein leiðin til þess er að hrista upp í ósveigjanlegum og stöðnuðum kjarasamningum kennara og auka kennsluskylduna, þannig að færri kennara þurfi og þeir sem eftir eru geti fengið hærri laun. Þetta er ein þeirra leiða sem starfshópur á vegum samráðsvettvangs um aukna hagsæld lagði til fyrir skömmu. Önnur leið sem hópurinn leggur til er að stytta bæði grunn- og framhaldsskóla um eitt ár. Þetta er vitlegri tillaga en ýmsar fyrri í sama tilgangi af því að með henni er loksins viðurkennt að mestu tækifærin til hagræðingar eru í grunnskólanum. Hann lengdist um ár, auk þess sem skólaárið lengdist, án þess að fólk kunni mikið meira þegar það kemur í framhaldsskóla. Starfshópurinn leggur til að skólar verði sameinaðir og bekkir stækkaðir. Það væri skynsamlegt, en samhliða hlýtur meðal annars að þurfa að skoða hvaða áhrif stefnan um skóla án aðgreiningar hefur haft á starfsaðstæður kennara. Margt bendir til að hún henti ekki mörgum börnum með sérþarfir og því síður hinum sem betur standa. Þá valdi hún óhóflegu álagi hjá kennurum, sem ná ekki að sinna neinum vel. Kennarar og samtök þeirra þurfa að skoða með opnum huga þessar tillögur og fleiri um uppstokkun sem gerir skólakerfið hagkvæmara og getur skilað þeim betri kjörum. Róttækar kerfisbreytingar geta verið erfiðar og sársaukafullar, en það er betra að stokka upp skólakerfið en að láta tifandi tímasprengju sem kennaraskortur er sprengja það í loft upp.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun