Samið við hræfugl Stígur Helgason skrifar 26. apríl 2013 11:00 Í íslenskri menningu er hrafninn heldur illa liðinn fugl. Hann er hrææta, kroppar augun úr hrútshausum, gjarnan bendlaður við sjálfan djöfulinn, feigðarboði og sálnasækir. Þetta rímar ekki við mín einu kynni af hrafninum, þar sem hann birtist mér sem skynugasta og sanngjarnasta skepna sem ég hef fyrir hitt. Það var í dýragarðinum Slakka í Laugarási fyrir margt löngu, þar sem Krummi hímdi einn í stærðar búri í garðinum miðjum. Allt í kring voru krúttlegir ungar hinna og þessa tegunda sem buðu manni að klappa sér. Minnugur þess að hafa sem smábarn heyrt að hrafnar væru glysgjarnir fuglar sótti ég eina krónu í vasann og sýndi honum. Hann hallaði höfðinu til hliðar og hefði hann verið hundur hefði hann sperrt eyrun. En hann var fugl og ekki með nein eyru þannig að hann mændi bara til mín þangað til ég lagði peninginn á jörðina, hálfan inn um vírgirðinguna. Þá flögraði hann niður úr hríslunni eins og sannur tildurhani, greip krónuna í gogginn og kjagaði með hana inn í mitt búr, sótti sér svo lítið sprek og kom því fyrir ofan á myntinni, eins og til að fela hana fyrir mér, og virtist hreykinn af dagsverkinu. Einhverra hluta vegna var ég hins vegar ekki tilbúinn að lúffa svo auðveldlega fyrir þessum fiðraða leikfélaga mínum, svo að ég hélt kyrru fyrir og starði á hann í dágóða stund. Ég man ekki hversu lengi, kannski í tvær mínútur – varla meira en tíu, háðum við sálfræðistríð í gegnum vírnetið og skyndilega þraut keppinaut minn örendið. Hann skjögraði sneyptur að krónunni, færði sprekið af henni, tók hana upp og skilaði mér henni. Síðan sneri hann í mig stélinu. Þannig lauk þöglum samningaviðræðum mínum við krumma. Ég bauð ekkert í staðinn, en eflaust hefur hann vonað að ég mundi láta hann í friði. Sem ég og gerði. Kannski hefði ég átt að halda í þessa krónu, gera úr henni heillagrip, bora í hana gat og ganga með hana í keðju um hálsinn eins og fífl það sem eftir lifði, strjúka henni fyrir svefninn og vona að hún færði mér gæfu. Ákalla pening. Eins og fífl. En ég gerði það ekki. Ég veit ekki einu sinni hvenær hún var slegin – mögulega fæðingarárið mitt – og líklega hef ég hent henni niður um ræsisrist við fyrsta tækifæri. Ef þú ert að bíða eftir líkingu við yfirvofandi samningaviðræður íslenskra stjórnvalda um krónueign erlendra kröfuhafa þá verð ég að valda þér vonbrigðum. Þetta er bara saga um fugl og smámynt – og þarf heldur ekki að vera neitt meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Í íslenskri menningu er hrafninn heldur illa liðinn fugl. Hann er hrææta, kroppar augun úr hrútshausum, gjarnan bendlaður við sjálfan djöfulinn, feigðarboði og sálnasækir. Þetta rímar ekki við mín einu kynni af hrafninum, þar sem hann birtist mér sem skynugasta og sanngjarnasta skepna sem ég hef fyrir hitt. Það var í dýragarðinum Slakka í Laugarási fyrir margt löngu, þar sem Krummi hímdi einn í stærðar búri í garðinum miðjum. Allt í kring voru krúttlegir ungar hinna og þessa tegunda sem buðu manni að klappa sér. Minnugur þess að hafa sem smábarn heyrt að hrafnar væru glysgjarnir fuglar sótti ég eina krónu í vasann og sýndi honum. Hann hallaði höfðinu til hliðar og hefði hann verið hundur hefði hann sperrt eyrun. En hann var fugl og ekki með nein eyru þannig að hann mændi bara til mín þangað til ég lagði peninginn á jörðina, hálfan inn um vírgirðinguna. Þá flögraði hann niður úr hríslunni eins og sannur tildurhani, greip krónuna í gogginn og kjagaði með hana inn í mitt búr, sótti sér svo lítið sprek og kom því fyrir ofan á myntinni, eins og til að fela hana fyrir mér, og virtist hreykinn af dagsverkinu. Einhverra hluta vegna var ég hins vegar ekki tilbúinn að lúffa svo auðveldlega fyrir þessum fiðraða leikfélaga mínum, svo að ég hélt kyrru fyrir og starði á hann í dágóða stund. Ég man ekki hversu lengi, kannski í tvær mínútur – varla meira en tíu, háðum við sálfræðistríð í gegnum vírnetið og skyndilega þraut keppinaut minn örendið. Hann skjögraði sneyptur að krónunni, færði sprekið af henni, tók hana upp og skilaði mér henni. Síðan sneri hann í mig stélinu. Þannig lauk þöglum samningaviðræðum mínum við krumma. Ég bauð ekkert í staðinn, en eflaust hefur hann vonað að ég mundi láta hann í friði. Sem ég og gerði. Kannski hefði ég átt að halda í þessa krónu, gera úr henni heillagrip, bora í hana gat og ganga með hana í keðju um hálsinn eins og fífl það sem eftir lifði, strjúka henni fyrir svefninn og vona að hún færði mér gæfu. Ákalla pening. Eins og fífl. En ég gerði það ekki. Ég veit ekki einu sinni hvenær hún var slegin – mögulega fæðingarárið mitt – og líklega hef ég hent henni niður um ræsisrist við fyrsta tækifæri. Ef þú ert að bíða eftir líkingu við yfirvofandi samningaviðræður íslenskra stjórnvalda um krónueign erlendra kröfuhafa þá verð ég að valda þér vonbrigðum. Þetta er bara saga um fugl og smámynt – og þarf heldur ekki að vera neitt meira.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun