Byggir litla heima í kringum lög frænku Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 14. apríl 2013 21:00 Anna Gunndís Guðmundsdóttir. Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona er um þessar mundir að vinna að uppsetningu listasýningar í Hlöðunni í Litla-Garði á Akureyri í samstarfi við Bjarneyju Önnu Jóhannesdóttur, frænku sína. „Sýningin byggir í rauninni á verkum litlu frænku minnar, Bjarneyjar Önnu, sem er mjög fjölhæf listakona. Hún er greind með asperger-heilkenni og hefur verið að vera að semja tónlist, sögur og texta og mála og teikna og er mjög skapandi á eiginlega öllum sviðum,“ segir Anna Gunndís. Nú eru þær frænkur að leggja lokahönd á hljómplötu sem ber titilinn Rat Manicure, en hún kemur út í vikunni. „Platan inniheldur lög eftir Bjarneyju, þar sem hún spilar á öll hljóðfærin og syngur líka.“ Sýningin er hugsuð sem nokkurs konar umgjörð í kringum plötuna, í stað útgáfutónleika, en í ljósi þess að Bjarney spilar bæði á öll hljóðfærin og syngur, yrðu útgáfutónleikar flóknir í framkvæmd. Sýningin opnar laugardaginn 20. apríl og verður opin laugardag og sunnudag þá helgi og helgina á eftir frá 14-18. „Við byggjum litla heima í kringum hvert lag og reynum að flétta inn einkennum þess að vera á einhverfurófinu. Sýningargestirnir fá að upplifa lögin einir í sínum bás, sem er hannaður í kringum þetta tiltekna lag. Þannig fá þeir næði til þess að hlusta á lagið og verða fyrir sjónrænni upplifun í leiðinni.“ Þannig fær myndlist Bjarneyjar fær líka pláss í sýningunni. Gestir geta komið hvenær sem er á opnunartíma, en sýningin verður opin sem fyrr segir tvær helgar, fjóra tíma í senn, í Hlöðunni, Litla-Garði sem er beint á móti flugvellinum á Akureyri. Aðrir aðstandendur sýningarinnar eru Jóhannes Fossdal og Einar Aðalsteinsson og fjölskylda og vinir hafa einnig lagt hönd á plóg. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins. Menning Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona er um þessar mundir að vinna að uppsetningu listasýningar í Hlöðunni í Litla-Garði á Akureyri í samstarfi við Bjarneyju Önnu Jóhannesdóttur, frænku sína. „Sýningin byggir í rauninni á verkum litlu frænku minnar, Bjarneyjar Önnu, sem er mjög fjölhæf listakona. Hún er greind með asperger-heilkenni og hefur verið að vera að semja tónlist, sögur og texta og mála og teikna og er mjög skapandi á eiginlega öllum sviðum,“ segir Anna Gunndís. Nú eru þær frænkur að leggja lokahönd á hljómplötu sem ber titilinn Rat Manicure, en hún kemur út í vikunni. „Platan inniheldur lög eftir Bjarneyju, þar sem hún spilar á öll hljóðfærin og syngur líka.“ Sýningin er hugsuð sem nokkurs konar umgjörð í kringum plötuna, í stað útgáfutónleika, en í ljósi þess að Bjarney spilar bæði á öll hljóðfærin og syngur, yrðu útgáfutónleikar flóknir í framkvæmd. Sýningin opnar laugardaginn 20. apríl og verður opin laugardag og sunnudag þá helgi og helgina á eftir frá 14-18. „Við byggjum litla heima í kringum hvert lag og reynum að flétta inn einkennum þess að vera á einhverfurófinu. Sýningargestirnir fá að upplifa lögin einir í sínum bás, sem er hannaður í kringum þetta tiltekna lag. Þannig fá þeir næði til þess að hlusta á lagið og verða fyrir sjónrænni upplifun í leiðinni.“ Þannig fær myndlist Bjarneyjar fær líka pláss í sýningunni. Gestir geta komið hvenær sem er á opnunartíma, en sýningin verður opin sem fyrr segir tvær helgar, fjóra tíma í senn, í Hlöðunni, Litla-Garði sem er beint á móti flugvellinum á Akureyri. Aðrir aðstandendur sýningarinnar eru Jóhannes Fossdal og Einar Aðalsteinsson og fjölskylda og vinir hafa einnig lagt hönd á plóg. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins.
Menning Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira