Byggir litla heima í kringum lög frænku Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 14. apríl 2013 21:00 Anna Gunndís Guðmundsdóttir. Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona er um þessar mundir að vinna að uppsetningu listasýningar í Hlöðunni í Litla-Garði á Akureyri í samstarfi við Bjarneyju Önnu Jóhannesdóttur, frænku sína. „Sýningin byggir í rauninni á verkum litlu frænku minnar, Bjarneyjar Önnu, sem er mjög fjölhæf listakona. Hún er greind með asperger-heilkenni og hefur verið að vera að semja tónlist, sögur og texta og mála og teikna og er mjög skapandi á eiginlega öllum sviðum,“ segir Anna Gunndís. Nú eru þær frænkur að leggja lokahönd á hljómplötu sem ber titilinn Rat Manicure, en hún kemur út í vikunni. „Platan inniheldur lög eftir Bjarneyju, þar sem hún spilar á öll hljóðfærin og syngur líka.“ Sýningin er hugsuð sem nokkurs konar umgjörð í kringum plötuna, í stað útgáfutónleika, en í ljósi þess að Bjarney spilar bæði á öll hljóðfærin og syngur, yrðu útgáfutónleikar flóknir í framkvæmd. Sýningin opnar laugardaginn 20. apríl og verður opin laugardag og sunnudag þá helgi og helgina á eftir frá 14-18. „Við byggjum litla heima í kringum hvert lag og reynum að flétta inn einkennum þess að vera á einhverfurófinu. Sýningargestirnir fá að upplifa lögin einir í sínum bás, sem er hannaður í kringum þetta tiltekna lag. Þannig fá þeir næði til þess að hlusta á lagið og verða fyrir sjónrænni upplifun í leiðinni.“ Þannig fær myndlist Bjarneyjar fær líka pláss í sýningunni. Gestir geta komið hvenær sem er á opnunartíma, en sýningin verður opin sem fyrr segir tvær helgar, fjóra tíma í senn, í Hlöðunni, Litla-Garði sem er beint á móti flugvellinum á Akureyri. Aðrir aðstandendur sýningarinnar eru Jóhannes Fossdal og Einar Aðalsteinsson og fjölskylda og vinir hafa einnig lagt hönd á plóg. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins. Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona er um þessar mundir að vinna að uppsetningu listasýningar í Hlöðunni í Litla-Garði á Akureyri í samstarfi við Bjarneyju Önnu Jóhannesdóttur, frænku sína. „Sýningin byggir í rauninni á verkum litlu frænku minnar, Bjarneyjar Önnu, sem er mjög fjölhæf listakona. Hún er greind með asperger-heilkenni og hefur verið að vera að semja tónlist, sögur og texta og mála og teikna og er mjög skapandi á eiginlega öllum sviðum,“ segir Anna Gunndís. Nú eru þær frænkur að leggja lokahönd á hljómplötu sem ber titilinn Rat Manicure, en hún kemur út í vikunni. „Platan inniheldur lög eftir Bjarneyju, þar sem hún spilar á öll hljóðfærin og syngur líka.“ Sýningin er hugsuð sem nokkurs konar umgjörð í kringum plötuna, í stað útgáfutónleika, en í ljósi þess að Bjarney spilar bæði á öll hljóðfærin og syngur, yrðu útgáfutónleikar flóknir í framkvæmd. Sýningin opnar laugardaginn 20. apríl og verður opin laugardag og sunnudag þá helgi og helgina á eftir frá 14-18. „Við byggjum litla heima í kringum hvert lag og reynum að flétta inn einkennum þess að vera á einhverfurófinu. Sýningargestirnir fá að upplifa lögin einir í sínum bás, sem er hannaður í kringum þetta tiltekna lag. Þannig fá þeir næði til þess að hlusta á lagið og verða fyrir sjónrænni upplifun í leiðinni.“ Þannig fær myndlist Bjarneyjar fær líka pláss í sýningunni. Gestir geta komið hvenær sem er á opnunartíma, en sýningin verður opin sem fyrr segir tvær helgar, fjóra tíma í senn, í Hlöðunni, Litla-Garði sem er beint á móti flugvellinum á Akureyri. Aðrir aðstandendur sýningarinnar eru Jóhannes Fossdal og Einar Aðalsteinsson og fjölskylda og vinir hafa einnig lagt hönd á plóg. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins.
Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“