Sat í fjögur og hálft ár í fangelsi - Íhugar að sækja bætur 26. mars 2013 06:00 Guðjón Skarphéðinsson Hafið er yfir allan skynsamlegan vafa að framburður allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafi verið óáreiðanlegur. Ekki átti að leggja þá til grundvallar. Sálfræðingar segja líklegt að þeir hafi „hvergi komið þar nálægt“. „Ég get ekki mikið sagt þegar svona stórmenni komast að þessari niðurstöðu og er því í vandræðum með að mótmæla þeim,“ segir Guðjón Skarphéðinsson, sóknarprestur á Staðastað. Hann sat í fjögur og hálft ár í fangelsi fyrir aðild sína að Geirfinnsmálinu. Í skýrslu nefndarinnar segir að það sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Guðjóns, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, hafi verið falskur. Spurður hvort til greina komi að sækja bætur fyrir vistina á Kvíabryggju, segist Guðjón ekki vera kominn svo langt í lífinu að vera búinn að ákveða það. „Ég kann ekkert á peninga, en er það ekki venjan að mál fari einhverja svoleiðis leið? En ég get svo sem ekkert sagt um hvenær eða hvernig ég geri það. Ég er ekki með neinn lögfræðing, hann er dáinn og bróðir hans sem síðan varð lögfræðingurinn minn er líka dáinn, svo ég þori varla að biðja þann þriðja,“ segir Guðjón. „Ég geri ráð fyrir því að fólkið sem var þarna líka muni hafa uppi einhverjar aðgerðir og síðan muni þetta fljóta sína leið.“ Guðjón segir það ekki nýjar fregnir að framburður hans í málinu á sínum tíma hafi verið falskur, en hann efast um að hann muni lesa skýrsluna. „Ég hef enga ástæðu til að lesa þessa skýrslu, ég hef hana ekki undir höndum og þótt ég fengi hana efast ég um að ég myndi nenna að lesa hana.“- sv Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Hafið er yfir allan skynsamlegan vafa að framburður allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafi verið óáreiðanlegur. Ekki átti að leggja þá til grundvallar. Sálfræðingar segja líklegt að þeir hafi „hvergi komið þar nálægt“. „Ég get ekki mikið sagt þegar svona stórmenni komast að þessari niðurstöðu og er því í vandræðum með að mótmæla þeim,“ segir Guðjón Skarphéðinsson, sóknarprestur á Staðastað. Hann sat í fjögur og hálft ár í fangelsi fyrir aðild sína að Geirfinnsmálinu. Í skýrslu nefndarinnar segir að það sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Guðjóns, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, hafi verið falskur. Spurður hvort til greina komi að sækja bætur fyrir vistina á Kvíabryggju, segist Guðjón ekki vera kominn svo langt í lífinu að vera búinn að ákveða það. „Ég kann ekkert á peninga, en er það ekki venjan að mál fari einhverja svoleiðis leið? En ég get svo sem ekkert sagt um hvenær eða hvernig ég geri það. Ég er ekki með neinn lögfræðing, hann er dáinn og bróðir hans sem síðan varð lögfræðingurinn minn er líka dáinn, svo ég þori varla að biðja þann þriðja,“ segir Guðjón. „Ég geri ráð fyrir því að fólkið sem var þarna líka muni hafa uppi einhverjar aðgerðir og síðan muni þetta fljóta sína leið.“ Guðjón segir það ekki nýjar fregnir að framburður hans í málinu á sínum tíma hafi verið falskur, en hann efast um að hann muni lesa skýrsluna. „Ég hef enga ástæðu til að lesa þessa skýrslu, ég hef hana ekki undir höndum og þótt ég fengi hana efast ég um að ég myndi nenna að lesa hana.“- sv
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira