Tugir árekstra á nokkrum klukkutímum: Lenti í tveimur árekstrum á korteri Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. mars 2013 06:00 Haukur Ingi Hjaltalín Komst loks í vinnuna í Turninum í Kópavogi eftir tvo árekstra á leið sinni úr Hafnarfirði. Fréttablaðið/Valli „Þetta var aðallega skemmtileg lífsreynsla,“ segir Haukur Ingi Hjaltalín, sem lenti í tveimur árekstrum á leið til vinnu í gær – í sitt hvorum bílnum. Haukur Ingi býr í Hafnarfirði og vinnur í Kópavogi. Um níuleytið í gærmorgun ók hann inn í blindbyl á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaveg. „Það næsta sem ég sá var bíll þvert á veginum,“ segir Haukur. „Ég reyndi að komast framhjá og fór út í vegrið en klessti samt á hann. Ég var fjórði bíllinn í þeim árekstri. Það stóð maður á milli bílanna og þótt ég væri ekki nema á tuttugu kílómetra hraða þá sleikti bíllinn á honum rassinn svo honum rétt tókst að stökkva frá.“ Haukur segir manninn sem slapp svo naumlega hafa sagst vera með þriggja daga gamalt barn í bílnum svo greitt hafi verið fyrst úr hans málum. Sjálfur hafi hann sest inn í bíl frá Aðstoð & öryggi þegar fulltrúi fyrirtækisins mætti á staðinn. „Þá kom pallbíll og keyrði á þann bíl og svo þriðji bílinn sem klessti á pallbílinn,“ segir Haukur, sem kveðst í fyrstu hafa verið mjög pirraður yfir atburðarásinni enda óljóst hver væri í rétti. Upplifunin hafi þó verið merkileg. „Það er óneitanlega dálítið sérstakt að lenda í árekstri með fimmtán mínútna millibili á sitt hvorum bílnum.“ Sindri Ásbjörnsson hjá Aðstoð & öryggi segir að um klukkan hálfþrjú í gær hafi starfsmenn fyrirtækisins verið búnir að sinna um þrjátíu árekstrum. „Þetta var stórkostlega erfiður dagur,“ sagði Sindri. Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
„Þetta var aðallega skemmtileg lífsreynsla,“ segir Haukur Ingi Hjaltalín, sem lenti í tveimur árekstrum á leið til vinnu í gær – í sitt hvorum bílnum. Haukur Ingi býr í Hafnarfirði og vinnur í Kópavogi. Um níuleytið í gærmorgun ók hann inn í blindbyl á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaveg. „Það næsta sem ég sá var bíll þvert á veginum,“ segir Haukur. „Ég reyndi að komast framhjá og fór út í vegrið en klessti samt á hann. Ég var fjórði bíllinn í þeim árekstri. Það stóð maður á milli bílanna og þótt ég væri ekki nema á tuttugu kílómetra hraða þá sleikti bíllinn á honum rassinn svo honum rétt tókst að stökkva frá.“ Haukur segir manninn sem slapp svo naumlega hafa sagst vera með þriggja daga gamalt barn í bílnum svo greitt hafi verið fyrst úr hans málum. Sjálfur hafi hann sest inn í bíl frá Aðstoð & öryggi þegar fulltrúi fyrirtækisins mætti á staðinn. „Þá kom pallbíll og keyrði á þann bíl og svo þriðji bílinn sem klessti á pallbílinn,“ segir Haukur, sem kveðst í fyrstu hafa verið mjög pirraður yfir atburðarásinni enda óljóst hver væri í rétti. Upplifunin hafi þó verið merkileg. „Það er óneitanlega dálítið sérstakt að lenda í árekstri með fimmtán mínútna millibili á sitt hvorum bílnum.“ Sindri Ásbjörnsson hjá Aðstoð & öryggi segir að um klukkan hálfþrjú í gær hafi starfsmenn fyrirtækisins verið búnir að sinna um þrjátíu árekstrum. „Þetta var stórkostlega erfiður dagur,“ sagði Sindri.
Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira