Grínlínan fína Erla Hlynsdóttir skrifar 26. febrúar 2013 07:00 Kynnirinn á Óskarsverðlaunahátíðinni er umdeildur. Ég er mjög hrifin af þáttunum hans, Family Guy og American Dad, sem þykja oft fara út fyrir mörk hins almenna velsæmis. Eitthvað fannst mér samt skrítið að hlusta á hann syngja heilt lag um hvaða virtu leikkonur hafa sýnt brjóstin í kvikmynd, á sjálfri Óskarsverðlaunahátíðinni. Yngsta stúlka sem tilnefnd hefur verið til Óskarsverðlauna var tilnefnd í ár, hin níu ára Quvenzhane Wallis. Hún var vitanlega í salnum. Það var líka George Clooney sem er nú farinn að sofa hjá heldur ungum konum. Kynninum Seth McFarlane fannst því tilvalið að segja brandara um að eftir sextán ár yrði Wallis orðin of gömul fyrir Clooney. Smart. Satírumiðillinn The Onion, sem ég elska reyndar líka svona yfirleitt, ákvað sömuleiðis aðeins að grínast og skrifaði á Twitter um níu ára stelpuna: „Það virðist enginn þora að segja það, en er Quvenzhane Wallis ekki algjör kunta?" Færslunni var eytt klukkutíma síðar. Einn brandarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni var síðan um samband söngkonunnar Rihönnu og Chris Brown en þau eru sem kunnugt er byrjuð aftur saman og hún búin að fyrirgefa honum að hafa gengið í skrokk á henni hérna um árið. Seth notaði tækifærið á Óskarsverðlaunahátíðinni, sagði frá því að í myndinni Django Unchained væri fjallað um konu sem verður fyrir ofbeldi, „eða eins og Chris Brown og Rihanna kalla það: Stefnumótamynd". Í 85 ára sögu Óskarsverðlaunanna hafa fjórar konur verið tilnefndar sem besti leikstjóri. Það þótti því tíðindum sæta þegar Kathryn Bigelow hlaut Óskarinn árið 2009 fyrir myndina The Hurt Locker, fyrsta konan. Hún var ekki tilnefnd fyrir nýjustu mynd sína „Zero Dark Thirty". Það var hins vegar leikkonan sem fór með aðalhlutverkið, hlutverk CIA-konu sem árum saman er einbeitt í leitinni að Osama Bin Laden. Óskarskynnirinn sagði þessa mynd vera dæmi um „meðfædda hneigð kvenna til að gleyma aldrei neinu". Fyrir Óskarsverðlaunin í fyrra voru sex flokkar konulausir. Í ár voru sjö flokkar þar sem engin kona var tilnefnd. Alls eru flokkarnir nítján og tilnefndir karlar þetta árið voru 140. Konurnar: 35. Bandaríkjamönnum tókst samt eitt sem Íslendingum tókst ekki fyrir sína verðlaunahátíð: Að fylla alla kynbundna flokka. Af öllu er samt ljóst að það er ekki vegna þess að bransinn þar ytra sé svo miklu kvenvænni. Nei, hann er ekki einu sinni vænlegur fyrir níu ára stúlkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun
Kynnirinn á Óskarsverðlaunahátíðinni er umdeildur. Ég er mjög hrifin af þáttunum hans, Family Guy og American Dad, sem þykja oft fara út fyrir mörk hins almenna velsæmis. Eitthvað fannst mér samt skrítið að hlusta á hann syngja heilt lag um hvaða virtu leikkonur hafa sýnt brjóstin í kvikmynd, á sjálfri Óskarsverðlaunahátíðinni. Yngsta stúlka sem tilnefnd hefur verið til Óskarsverðlauna var tilnefnd í ár, hin níu ára Quvenzhane Wallis. Hún var vitanlega í salnum. Það var líka George Clooney sem er nú farinn að sofa hjá heldur ungum konum. Kynninum Seth McFarlane fannst því tilvalið að segja brandara um að eftir sextán ár yrði Wallis orðin of gömul fyrir Clooney. Smart. Satírumiðillinn The Onion, sem ég elska reyndar líka svona yfirleitt, ákvað sömuleiðis aðeins að grínast og skrifaði á Twitter um níu ára stelpuna: „Það virðist enginn þora að segja það, en er Quvenzhane Wallis ekki algjör kunta?" Færslunni var eytt klukkutíma síðar. Einn brandarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni var síðan um samband söngkonunnar Rihönnu og Chris Brown en þau eru sem kunnugt er byrjuð aftur saman og hún búin að fyrirgefa honum að hafa gengið í skrokk á henni hérna um árið. Seth notaði tækifærið á Óskarsverðlaunahátíðinni, sagði frá því að í myndinni Django Unchained væri fjallað um konu sem verður fyrir ofbeldi, „eða eins og Chris Brown og Rihanna kalla það: Stefnumótamynd". Í 85 ára sögu Óskarsverðlaunanna hafa fjórar konur verið tilnefndar sem besti leikstjóri. Það þótti því tíðindum sæta þegar Kathryn Bigelow hlaut Óskarinn árið 2009 fyrir myndina The Hurt Locker, fyrsta konan. Hún var ekki tilnefnd fyrir nýjustu mynd sína „Zero Dark Thirty". Það var hins vegar leikkonan sem fór með aðalhlutverkið, hlutverk CIA-konu sem árum saman er einbeitt í leitinni að Osama Bin Laden. Óskarskynnirinn sagði þessa mynd vera dæmi um „meðfædda hneigð kvenna til að gleyma aldrei neinu". Fyrir Óskarsverðlaunin í fyrra voru sex flokkar konulausir. Í ár voru sjö flokkar þar sem engin kona var tilnefnd. Alls eru flokkarnir nítján og tilnefndir karlar þetta árið voru 140. Konurnar: 35. Bandaríkjamönnum tókst samt eitt sem Íslendingum tókst ekki fyrir sína verðlaunahátíð: Að fylla alla kynbundna flokka. Af öllu er samt ljóst að það er ekki vegna þess að bransinn þar ytra sé svo miklu kvenvænni. Nei, hann er ekki einu sinni vænlegur fyrir níu ára stúlkur.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun