Gítargoðsögn stígur fram í sviðsljósið Freyr Bjarnason skrifar 21. febrúar 2013 21:00 Fyrsta sólóplata Johnnys Marr, fyrrum gítarleikara The Smiths, kemur út eftir helgi. Hún kallast The Messenger og kemur út í Bretlandi á vegum Warner en í Bandaríkjunum hjá Sire Records. Marr, sem verður fimmtugur í október, er einn kunnasti gítarleikari heims eftir veru sína í The Smiths en sú hljómsveit hefur lengi verið í uppáhaldi hjá tónlistaráhugamönnum. Hann var kjörinn fjórði besti gítarleikari síðustu þrjátíu ára í könnun BBC árið 2010 og í næstu viku fær hann afhent Godlike Genius-heiðursverðlaunin hjá blaðinu NME fyrir framlag sitt til tónlistarinnar. Mörgum kemur eflaust á óvart að Marr hafi ekki gefið út sólóplötu fyrr, því 26 ár eru síðan The Smiths lagði upp laupana. Á þessum tíma hefur forsprakki sveitarinnar, Morrissey, sent frá sér níu hljóðversplötur og þar af hafa þrjár komist á topp breska vinsældarlistans. Í stað þess að vera einn á báti hefur Marr spilað með hinum ýmsu hljómsveitum, annaðhvort sem opinber meðlimur eða á tónleikaferðum. Eftir endalok The Smiths spilaði hann inn á tvær vinsælustu plötur The The, Mind Bomb og Dusk. Eftir það stofnaði hann hljómsveitina Electronic ásamt Bernard Sumner úr New Order og náði fyrsta plata þeirra öðru sæti á breska listanum. Næst stofnaði Marr hljómsveitina Johnny Marr & The Healers sem gaf út plötuna Boomslang, sem fékk misjöfn viðbrögð. Í framhaldinu gekk hann til liðs við bandarísku indísveitina Modest Mouse árið 2006 og spilaði inn á tvær plötur hennar og fór sú fyrri, We Were Dead Before the Ship Even Sank. á topp bandaríska listans en þangað hafði Marr aldrei komist áður. Því næst gerðist Marr meðlimur bresku indírokkaranna í The Cribs og tók upp eina plötu með þeim en hætti 2011 til að einbeita sér að fyrstu sólóplötunni, sem hann tók alfarið upp sjálfur. Gagnrýnendur virðast ekkert yfir sig hrifnir af The Messenger. BBC segir plötuna vanta þann brodd sem Marr hefur fært hljómsveitum sínum í gegnum tíðina. Vefsíðan Pitchfork gefur henni 6,3 af 10 og segir hana fanga athyglina í byrjun en vera ólíklega til að vekja áhuga til lengra tíma litið. Drowned in Sound gefur henni 4 af 10 og segir að Marr virðist eiga erfitt með að búa til góð lög eftir að hafa verið svo lengi í bakgrunninum. Þá segir vefsíðan Musicomh plötuna misgóða og of langa en gefur henni samt þrjár stjörnur. Marr ætlar að fylgja The Messenger eftir með tónleikaferð um Bretland sem hefst í mars og í apríl ferðast hann til Bandaríkjanna. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fyrsta sólóplata Johnnys Marr, fyrrum gítarleikara The Smiths, kemur út eftir helgi. Hún kallast The Messenger og kemur út í Bretlandi á vegum Warner en í Bandaríkjunum hjá Sire Records. Marr, sem verður fimmtugur í október, er einn kunnasti gítarleikari heims eftir veru sína í The Smiths en sú hljómsveit hefur lengi verið í uppáhaldi hjá tónlistaráhugamönnum. Hann var kjörinn fjórði besti gítarleikari síðustu þrjátíu ára í könnun BBC árið 2010 og í næstu viku fær hann afhent Godlike Genius-heiðursverðlaunin hjá blaðinu NME fyrir framlag sitt til tónlistarinnar. Mörgum kemur eflaust á óvart að Marr hafi ekki gefið út sólóplötu fyrr, því 26 ár eru síðan The Smiths lagði upp laupana. Á þessum tíma hefur forsprakki sveitarinnar, Morrissey, sent frá sér níu hljóðversplötur og þar af hafa þrjár komist á topp breska vinsældarlistans. Í stað þess að vera einn á báti hefur Marr spilað með hinum ýmsu hljómsveitum, annaðhvort sem opinber meðlimur eða á tónleikaferðum. Eftir endalok The Smiths spilaði hann inn á tvær vinsælustu plötur The The, Mind Bomb og Dusk. Eftir það stofnaði hann hljómsveitina Electronic ásamt Bernard Sumner úr New Order og náði fyrsta plata þeirra öðru sæti á breska listanum. Næst stofnaði Marr hljómsveitina Johnny Marr & The Healers sem gaf út plötuna Boomslang, sem fékk misjöfn viðbrögð. Í framhaldinu gekk hann til liðs við bandarísku indísveitina Modest Mouse árið 2006 og spilaði inn á tvær plötur hennar og fór sú fyrri, We Were Dead Before the Ship Even Sank. á topp bandaríska listans en þangað hafði Marr aldrei komist áður. Því næst gerðist Marr meðlimur bresku indírokkaranna í The Cribs og tók upp eina plötu með þeim en hætti 2011 til að einbeita sér að fyrstu sólóplötunni, sem hann tók alfarið upp sjálfur. Gagnrýnendur virðast ekkert yfir sig hrifnir af The Messenger. BBC segir plötuna vanta þann brodd sem Marr hefur fært hljómsveitum sínum í gegnum tíðina. Vefsíðan Pitchfork gefur henni 6,3 af 10 og segir hana fanga athyglina í byrjun en vera ólíklega til að vekja áhuga til lengra tíma litið. Drowned in Sound gefur henni 4 af 10 og segir að Marr virðist eiga erfitt með að búa til góð lög eftir að hafa verið svo lengi í bakgrunninum. Þá segir vefsíðan Musicomh plötuna misgóða og of langa en gefur henni samt þrjár stjörnur. Marr ætlar að fylgja The Messenger eftir með tónleikaferð um Bretland sem hefst í mars og í apríl ferðast hann til Bandaríkjanna.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira