Hvað gerist næst? Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Skrifað hefur verið undir uppfærðan stofnanasamning hjúkrunarfræðinga og Landspítalans. Í gær var samningurinn kynntur hjúkrunarfræðingum. Í dag kemur svo í ljós hversu margir hjúkrunarfræðingar af þeim þrjú hundruð sem sagt höfðu upp störfum við spítalann draga uppsagnir sínar til baka. Mögulega felst í því einhver vísbending að nýjum samningi var að sögn nokkuð vel tekið á kynningarfundunum tveimur á Landspítalanum í gær, öðrum við Hringbraut og hinum í Fossvogi. Og í öllu falli er ljóst að nýr stofnanasamningur hefur í för með sér umtalsverðar kjarabætur handa þeim ríflega þúsund hjúkrunarfræðingum sem við spítalann starfa. Full ástæða er til þess að fagna því þegar stéttir ná árangri í kjarabaráttu. Ekki veitir af. Líkast til finna flestir á eigin skinni kaupmáttarrýrnun síðustu ára, hvort heldur það er fyrir áhrif launalækkana og/eða frystingar, eða vegna verðbólgunnar. Um leið vaknar samt spurningin um hvað gerist næst. Hjúkrunarfræðingar eru langt því frá eina stétt opinberra starfsmanna sem setið hefur eftir í launaþróun og hefur mátt þola niðurskurð, jafnvel frá því löngu fyrir hrun. Nærtæk dæmi eru í sjálfu heilbrigðiskerfinu. Sama á við um grunnskóla og framhaldsskóla landsins. Þá er ekki eins og starfsfólk á almennum vinnumarkaði hafi farið varhluta af aðhaldi í rekstri fyrirtækja eða af dýrtíðinni sem ýmist á rót sína að rekja til hruns krónunnar eða baráttu fyrirtækja við að standa undir óhóflegri skuldsetningu. Kostnaðinum er eins og kostur er velt út í verðlagið. Í ljósi sögunnar er ekki hægt að álasa fólki fyrir að hafa áhyggjur af því að hér taki við víxlverkan launa og verðhækkana þegar fleiri fara að krefjast leiðréttingar á þeirri kaupmáttarrýrnun sem þeir hafa mátt þola síðustu ár. Óttinn við að hærri laun skili sér í hærra verði á vörum og þjónustu sem aftur hafi áhrif á verðtryggð lán með þeim hætti að þær kjarabætur sem sóttar voru með samningum hverfa á ný er skiljanlegur. Þessi hringekja óstöðugleikans hefur tekið margan snúninginn hér á landi. Vegna þessa er vert að spyrja sig hvar raunverulegar kjarabætur er að finna. Krafan um þær er rík. Ljós er að mikill sigur yrði unninn í þeirri baráttu ef hér tækist að færa vexti húsnæðislána í þá mynd sem þekkist í nágrannalöndunum. Vandséð er hins vegar að það takist án þess að losna við rót stórs hluta óstöðugleika í íslensku efnahagslífi og ástæðu þess að hér er burðast með kerfi verðtryggingar á lán. Nefnilega íslensku krónuna. Niðurstöður skoðanakannana um hug fólks til viðræðna um aðild að Evrópusambandinu eru ekki til þess fallnar að ýta undir bjartsýni í þeim efnum. Hvað þá þau viðhorf að hverfa skuli frá þeim samningum áður en niðurstaða er fengin. Krónunni fylgir nefnilega annaðhvort verðtrygging eða vaxtaokur (eða hvort tveggja). Að losna við hana yrði líklega mesta og varanlegasta kjarabót sem völ er á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun
Skrifað hefur verið undir uppfærðan stofnanasamning hjúkrunarfræðinga og Landspítalans. Í gær var samningurinn kynntur hjúkrunarfræðingum. Í dag kemur svo í ljós hversu margir hjúkrunarfræðingar af þeim þrjú hundruð sem sagt höfðu upp störfum við spítalann draga uppsagnir sínar til baka. Mögulega felst í því einhver vísbending að nýjum samningi var að sögn nokkuð vel tekið á kynningarfundunum tveimur á Landspítalanum í gær, öðrum við Hringbraut og hinum í Fossvogi. Og í öllu falli er ljóst að nýr stofnanasamningur hefur í för með sér umtalsverðar kjarabætur handa þeim ríflega þúsund hjúkrunarfræðingum sem við spítalann starfa. Full ástæða er til þess að fagna því þegar stéttir ná árangri í kjarabaráttu. Ekki veitir af. Líkast til finna flestir á eigin skinni kaupmáttarrýrnun síðustu ára, hvort heldur það er fyrir áhrif launalækkana og/eða frystingar, eða vegna verðbólgunnar. Um leið vaknar samt spurningin um hvað gerist næst. Hjúkrunarfræðingar eru langt því frá eina stétt opinberra starfsmanna sem setið hefur eftir í launaþróun og hefur mátt þola niðurskurð, jafnvel frá því löngu fyrir hrun. Nærtæk dæmi eru í sjálfu heilbrigðiskerfinu. Sama á við um grunnskóla og framhaldsskóla landsins. Þá er ekki eins og starfsfólk á almennum vinnumarkaði hafi farið varhluta af aðhaldi í rekstri fyrirtækja eða af dýrtíðinni sem ýmist á rót sína að rekja til hruns krónunnar eða baráttu fyrirtækja við að standa undir óhóflegri skuldsetningu. Kostnaðinum er eins og kostur er velt út í verðlagið. Í ljósi sögunnar er ekki hægt að álasa fólki fyrir að hafa áhyggjur af því að hér taki við víxlverkan launa og verðhækkana þegar fleiri fara að krefjast leiðréttingar á þeirri kaupmáttarrýrnun sem þeir hafa mátt þola síðustu ár. Óttinn við að hærri laun skili sér í hærra verði á vörum og þjónustu sem aftur hafi áhrif á verðtryggð lán með þeim hætti að þær kjarabætur sem sóttar voru með samningum hverfa á ný er skiljanlegur. Þessi hringekja óstöðugleikans hefur tekið margan snúninginn hér á landi. Vegna þessa er vert að spyrja sig hvar raunverulegar kjarabætur er að finna. Krafan um þær er rík. Ljós er að mikill sigur yrði unninn í þeirri baráttu ef hér tækist að færa vexti húsnæðislána í þá mynd sem þekkist í nágrannalöndunum. Vandséð er hins vegar að það takist án þess að losna við rót stórs hluta óstöðugleika í íslensku efnahagslífi og ástæðu þess að hér er burðast með kerfi verðtryggingar á lán. Nefnilega íslensku krónuna. Niðurstöður skoðanakannana um hug fólks til viðræðna um aðild að Evrópusambandinu eru ekki til þess fallnar að ýta undir bjartsýni í þeim efnum. Hvað þá þau viðhorf að hverfa skuli frá þeim samningum áður en niðurstaða er fengin. Krónunni fylgir nefnilega annaðhvort verðtrygging eða vaxtaokur (eða hvort tveggja). Að losna við hana yrði líklega mesta og varanlegasta kjarabót sem völ er á.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun