Dásamlegt að fá loks sólargeisla á pallinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Hávaxin grenitré frá sjöunda áratug síðustu aldar voru felld í gær eftir dóm Hæstaréttar Íslands í nágrannadeilu í Kópavogi. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég stend og horfi út um gluggann. Það er einfaldlega dásamlegt að sjá sólina hér í norðurgarðinum í fyrsta skipti," sagði Þórey Þórðardóttir sem í gær fagnaði endalokum meira en fimm ára baráttu fyrir því að fá sól á sólpallinn sinn. Þórey og eiginmaðurinn hennar heitinn keyptu íbúð í húsinu í Víðihvammi 24 í Kópavogi á árinu 2005. Frá árinu 2007 hefur Þórey reynt að fá nágranna sína í Víðihvammi 22 til að fjarlægja tvö hávaxin grenitré sem stóðu á lóðarmörkunum og skyggðu á lóð Þóreyjar. Á endanum kvað Hæstiréttur úr um að trén skyldu víkja. Fram kemur í dómskjölum að Víðihvammur 22 sé byggður 1961 og að grenitrén hafi verið gróðursett skömmu síðar í norðaustur horni lóðarinnar. Trén voru því orðin um hálfrar aldar gömul þegar þau voru felld í gær. Sólpallur Þóreyjar var smíðaður í skugga trjánna. Sagði hún fyrir dómi að annar staður hafi ekki komið til greina því eini útgangurinn frá íbúðinni hafi verið úr herbergi þeirra hjóna. Hæð trjánna geri það hins vegar að verkum að þau skyggja nær algjörlega fyrir dagsbirtu og sól á veröndinni eftir klukkan hálfþrjú á daginn yfir sumarið. Spurð hvernig henni sé innanbrjósts eftir þessi löngu deilu sem nú hefur loks tekið enda segist Þórey ekki vilja ræða það mál frekar. „Þetta hefur tekið alltof langan tíma en nú er þetta búið," sagði hún einfaldlega og hélt áfram að njóta síðdegisólarinnar sem skein glatt í garðinum í Víðihvammi 24 í gær. Ekki náðist tal af íbúum í Víðihvammi 22 sem þurftu að sjá á bak tveimur öldnum og stæðilegum grenitrjám. Dóttir konunnar sem býr í húsinu var hins vegar á staðnum þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Kvað hún móður sína ekki hafa treyst sér til að vera viðstadda þegar grenitrén voru felld. Í dómi Hæstaréttar segir að skert birtuskilyrði á lóð Þóreyjar auk umfangs og staðsetningar grenitrjánna nærri lóðarmörkum, þannig að greinar trjánna slúttu langt inn á lóð Þóreyjar væri henni til verulegra óþæginda og „langt umfram það sem hún þyrfti að þola samkvæmt ólögfestum reglum nábýlisréttar". Ekki væri hægt að draga úr þessum óþægindum nema með því að fjarlægja trén. Nágrannadeilur Kópavogur Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
„Ég stend og horfi út um gluggann. Það er einfaldlega dásamlegt að sjá sólina hér í norðurgarðinum í fyrsta skipti," sagði Þórey Þórðardóttir sem í gær fagnaði endalokum meira en fimm ára baráttu fyrir því að fá sól á sólpallinn sinn. Þórey og eiginmaðurinn hennar heitinn keyptu íbúð í húsinu í Víðihvammi 24 í Kópavogi á árinu 2005. Frá árinu 2007 hefur Þórey reynt að fá nágranna sína í Víðihvammi 22 til að fjarlægja tvö hávaxin grenitré sem stóðu á lóðarmörkunum og skyggðu á lóð Þóreyjar. Á endanum kvað Hæstiréttur úr um að trén skyldu víkja. Fram kemur í dómskjölum að Víðihvammur 22 sé byggður 1961 og að grenitrén hafi verið gróðursett skömmu síðar í norðaustur horni lóðarinnar. Trén voru því orðin um hálfrar aldar gömul þegar þau voru felld í gær. Sólpallur Þóreyjar var smíðaður í skugga trjánna. Sagði hún fyrir dómi að annar staður hafi ekki komið til greina því eini útgangurinn frá íbúðinni hafi verið úr herbergi þeirra hjóna. Hæð trjánna geri það hins vegar að verkum að þau skyggja nær algjörlega fyrir dagsbirtu og sól á veröndinni eftir klukkan hálfþrjú á daginn yfir sumarið. Spurð hvernig henni sé innanbrjósts eftir þessi löngu deilu sem nú hefur loks tekið enda segist Þórey ekki vilja ræða það mál frekar. „Þetta hefur tekið alltof langan tíma en nú er þetta búið," sagði hún einfaldlega og hélt áfram að njóta síðdegisólarinnar sem skein glatt í garðinum í Víðihvammi 24 í gær. Ekki náðist tal af íbúum í Víðihvammi 22 sem þurftu að sjá á bak tveimur öldnum og stæðilegum grenitrjám. Dóttir konunnar sem býr í húsinu var hins vegar á staðnum þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Kvað hún móður sína ekki hafa treyst sér til að vera viðstadda þegar grenitrén voru felld. Í dómi Hæstaréttar segir að skert birtuskilyrði á lóð Þóreyjar auk umfangs og staðsetningar grenitrjánna nærri lóðarmörkum, þannig að greinar trjánna slúttu langt inn á lóð Þóreyjar væri henni til verulegra óþæginda og „langt umfram það sem hún þyrfti að þola samkvæmt ólögfestum reglum nábýlisréttar". Ekki væri hægt að draga úr þessum óþægindum nema með því að fjarlægja trén.
Nágrannadeilur Kópavogur Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira