Kaflalok Ólafur Þ. Stephensen skrifar 29. janúar 2013 06:00 Niðurstaða EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu er fagnaðarefni af mörgum ástæðum. Hún er léttir fyrir íslenzka skattgreiðendur, sem nú liggur fyrir að munu ekki þurfa að bera útgjöld vegna málsins. Hún dregur úr óvissu í efnahagslífinu og í samskiptum við umheiminn og stuðlar vonandi að betra lánshæfismati landsins. Það ætti líka að hjálpa til í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og almennum umræðum um þær að þessi draugur sé kveðinn niður. Þótt niðurstaðan í gær hafi verið góð, þýðir hún ekki að það hafi verið röng afstaða að vilja semja um Icesave-málið. Samningaleiðin var viðleitni til að hafa stjórn á niðurstöðunni, sem dómstólaleiðin bauð ekki upp á. Enginn gat séð fyrir með vissu hvernig málið færi fyrir EFTA-dómstólnum og ástæða var raunar til að ætla að niðurstaðan yrði Íslandi ekki jafnhagfelld og raun ber nú vitni, enda hefur Eftirlitsstofnun EFTA haft sigur í langflestum samningsbrotamálum sem hún hefur höfðað fyrir dómnum. Þótt full ástæða sé til að fagna sigri í Icesave-málinu er líka skynsamlegt að draga ekki of víðtækar ályktanir af honum. Það er til dæmis ekki ástæða til að hefja enn á ný á loft goðsögnina um smáþjóðina, sem neitaði að taka á sig klyfjar bankahrunsins, af því að hún gefur einfaldlega ekki rétta mynd af raunveruleikanum. Í þessu afmarkaða tilviki á það við að íslenzkur almenningur sleppur við að taka á sig byrðar. En við erum ekkert ólík öðrum Evrópuþjóðum hvað það varðar að við höfum fengið „skuldir óreiðumanna" í hausinn í tuga milljarða vís. Það nægir að rifja upp 140 milljarða eiginfjárframlag til nýju bankanna, nærri sextíu milljarða víkjandi lán til þeirra, 270 milljarða tapaðar kröfur Seðlabankans og ríkissjóðs vegna lána til bankanna fyrir hrun og nokkra tugi milljarða vegna aðstoðar við sparisjóði og önnur smærri fjármálafyrirtæki eftir hrun. Við borgum líka, þótt við höfum unnið þetta mál, og eigum ekki annarra kosta völ. Ekki frekar en til dæmis brezkir og hollenzkir skattgreiðendur, sem kunna nú að sitja uppi með hluta kostnaðarins af þeirri ákvörðun stjórnvalda í þessum löndum að greiða eigendum Icesave-reikninga innistæður þeirra strax út. Ein niðurstaða EFTA-dómstólsins, sem snýr að öllu fjármálakerfi Evrópu, er að innistæðutryggingakerfið, sem margir fjárfestar töldu að myndi verja þá áföllum, virkar ekki eins og það átti að gera. Það er ekki bara vandamál Evrópusambandsins, heldur alls evrópska fjármálamarkaðarins, að EFTA-ríkjunum meðtöldum, og getur þýtt að hugsa verði innistæðutryggingakerfin upp á nýtt. Hvað sem öðru líður hefur nú verið settur punktur aftan við langan og afskaplega leiðinlegan kafla í sögu endurreisnarinnar eftir hrun. Það er allra hagur að honum er lokið og þjóðin getur horft bjartsýnni fram á veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Niðurstaða EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu er fagnaðarefni af mörgum ástæðum. Hún er léttir fyrir íslenzka skattgreiðendur, sem nú liggur fyrir að munu ekki þurfa að bera útgjöld vegna málsins. Hún dregur úr óvissu í efnahagslífinu og í samskiptum við umheiminn og stuðlar vonandi að betra lánshæfismati landsins. Það ætti líka að hjálpa til í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og almennum umræðum um þær að þessi draugur sé kveðinn niður. Þótt niðurstaðan í gær hafi verið góð, þýðir hún ekki að það hafi verið röng afstaða að vilja semja um Icesave-málið. Samningaleiðin var viðleitni til að hafa stjórn á niðurstöðunni, sem dómstólaleiðin bauð ekki upp á. Enginn gat séð fyrir með vissu hvernig málið færi fyrir EFTA-dómstólnum og ástæða var raunar til að ætla að niðurstaðan yrði Íslandi ekki jafnhagfelld og raun ber nú vitni, enda hefur Eftirlitsstofnun EFTA haft sigur í langflestum samningsbrotamálum sem hún hefur höfðað fyrir dómnum. Þótt full ástæða sé til að fagna sigri í Icesave-málinu er líka skynsamlegt að draga ekki of víðtækar ályktanir af honum. Það er til dæmis ekki ástæða til að hefja enn á ný á loft goðsögnina um smáþjóðina, sem neitaði að taka á sig klyfjar bankahrunsins, af því að hún gefur einfaldlega ekki rétta mynd af raunveruleikanum. Í þessu afmarkaða tilviki á það við að íslenzkur almenningur sleppur við að taka á sig byrðar. En við erum ekkert ólík öðrum Evrópuþjóðum hvað það varðar að við höfum fengið „skuldir óreiðumanna" í hausinn í tuga milljarða vís. Það nægir að rifja upp 140 milljarða eiginfjárframlag til nýju bankanna, nærri sextíu milljarða víkjandi lán til þeirra, 270 milljarða tapaðar kröfur Seðlabankans og ríkissjóðs vegna lána til bankanna fyrir hrun og nokkra tugi milljarða vegna aðstoðar við sparisjóði og önnur smærri fjármálafyrirtæki eftir hrun. Við borgum líka, þótt við höfum unnið þetta mál, og eigum ekki annarra kosta völ. Ekki frekar en til dæmis brezkir og hollenzkir skattgreiðendur, sem kunna nú að sitja uppi með hluta kostnaðarins af þeirri ákvörðun stjórnvalda í þessum löndum að greiða eigendum Icesave-reikninga innistæður þeirra strax út. Ein niðurstaða EFTA-dómstólsins, sem snýr að öllu fjármálakerfi Evrópu, er að innistæðutryggingakerfið, sem margir fjárfestar töldu að myndi verja þá áföllum, virkar ekki eins og það átti að gera. Það er ekki bara vandamál Evrópusambandsins, heldur alls evrópska fjármálamarkaðarins, að EFTA-ríkjunum meðtöldum, og getur þýtt að hugsa verði innistæðutryggingakerfin upp á nýtt. Hvað sem öðru líður hefur nú verið settur punktur aftan við langan og afskaplega leiðinlegan kafla í sögu endurreisnarinnar eftir hrun. Það er allra hagur að honum er lokið og þjóðin getur horft bjartsýnni fram á veginn.