Hrært í pottum sögunnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 22. janúar 2013 06:00 Krafa um stjórnarslit og kosningar í vor. Svo hljóðaði fyrirsögnin á forsíðu Fréttablaðsins fyrir sléttum fjórum árum síðan. Verið var að lýsa kröfum sem Samfylkingarfélagið í Reykjavík hafði samþykkt á fjölmennum fundi í Þjóðleikhúskjallaranum. Þær samþykktir voru endurómur mannfjöldans sem stóð fyrir utan, barði potta og pönnur, kveikti bál, söng, hrópaði, öskraði, stappaði og klappaði. Fólkið vildi breytingar, enda hafði orðið hér eitt stykki efnahagshrun. Og fólkið fékk sitt fram. Það er nefnilega alveg sama hve menn rembast við að endurskrifa söguna, hér varð hrun og kreppa í kjölfarið og gæsalappir utan um hugtök breyta engu um það. Fyrirsagnir í blöðunum mánuðina fyrir þennan örlagaríka janúar 2009 bera það með sér: "Fiskútflutningur í hættu vegna gjaldeyriskreppu". "Ráðstöfunartekjur rýrna um 20 prósent". Að ekki sé minnst á fregnir af yfirvofandi vöruskorti í búðum sem varð til þess að fólk hamstraði nauðþurftir. Hörmungarnar í efnahagslífinu vöktu reiði fólks sem fór þúsundum saman út á götur og mótmælti. Aðalkrafa þess var að ríkisstjórnin færi frá og boðað yrði til kosninga. Mótmælaaldan óx dag frá degi, bál voru kveikt, pústrar féllu, lögreglan stóð í ströngu og undir niðri dunaði beljandinn í pönnuslættinum fram á nótt. Svefnhljóð fjölmargra Reykvíkinga þessa mánuði: niðandi taktur og hrópin: "Vanhæf ríkisstjórn." Nokkuð hefur borið á því að menn vilji endurskrifa þessa sögu líka. Helst er að skilja að einstaka alþingismenn hafi haft vald á því að stýra reiði fólksins í þann farveg sem þeim hentaði. Mikill var máttur þeirra. En auðvitað var það ekki þannig. Fólk var reitt og sárt og vildi breytingar, þeir sem sjá það ekki hafa pottlok fyrir himinn. Það ber að gjalda varhug við því að segja að þjóðin vilji þetta og hitt. En, Fréttablaðið spurði í janúar 2009: Hvaða afstöðu hefur þú til mótmælanna að undanförnu. Svörin voru nokkuð skýr, tæp 46 prósent voru hlynnt þeim og tæpt 21 prósent mjög hlynnt. Stjórnmálamenn hafa flíkað þjóðarvilja með minna fylgi í könnunum á bak við sig. Og nú erum við hér fjórum árum síðar. Ástandið er slæmt hjá mörgum og gæti verið mun betra hjá flestum. Í umkvörtunum okkar mættum við hins vegar muna að það eru ekki nema fjögur ár síðan við hömstruðum mjólk af því við héldum að hamfaraástand væri í nánd. Eftir stendur hins vegar að þegar fólk stendur saman, þá getur það breytt hlutum. Um það vitna ótal dældaðir pottar og pönnur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Krafa um stjórnarslit og kosningar í vor. Svo hljóðaði fyrirsögnin á forsíðu Fréttablaðsins fyrir sléttum fjórum árum síðan. Verið var að lýsa kröfum sem Samfylkingarfélagið í Reykjavík hafði samþykkt á fjölmennum fundi í Þjóðleikhúskjallaranum. Þær samþykktir voru endurómur mannfjöldans sem stóð fyrir utan, barði potta og pönnur, kveikti bál, söng, hrópaði, öskraði, stappaði og klappaði. Fólkið vildi breytingar, enda hafði orðið hér eitt stykki efnahagshrun. Og fólkið fékk sitt fram. Það er nefnilega alveg sama hve menn rembast við að endurskrifa söguna, hér varð hrun og kreppa í kjölfarið og gæsalappir utan um hugtök breyta engu um það. Fyrirsagnir í blöðunum mánuðina fyrir þennan örlagaríka janúar 2009 bera það með sér: "Fiskútflutningur í hættu vegna gjaldeyriskreppu". "Ráðstöfunartekjur rýrna um 20 prósent". Að ekki sé minnst á fregnir af yfirvofandi vöruskorti í búðum sem varð til þess að fólk hamstraði nauðþurftir. Hörmungarnar í efnahagslífinu vöktu reiði fólks sem fór þúsundum saman út á götur og mótmælti. Aðalkrafa þess var að ríkisstjórnin færi frá og boðað yrði til kosninga. Mótmælaaldan óx dag frá degi, bál voru kveikt, pústrar féllu, lögreglan stóð í ströngu og undir niðri dunaði beljandinn í pönnuslættinum fram á nótt. Svefnhljóð fjölmargra Reykvíkinga þessa mánuði: niðandi taktur og hrópin: "Vanhæf ríkisstjórn." Nokkuð hefur borið á því að menn vilji endurskrifa þessa sögu líka. Helst er að skilja að einstaka alþingismenn hafi haft vald á því að stýra reiði fólksins í þann farveg sem þeim hentaði. Mikill var máttur þeirra. En auðvitað var það ekki þannig. Fólk var reitt og sárt og vildi breytingar, þeir sem sjá það ekki hafa pottlok fyrir himinn. Það ber að gjalda varhug við því að segja að þjóðin vilji þetta og hitt. En, Fréttablaðið spurði í janúar 2009: Hvaða afstöðu hefur þú til mótmælanna að undanförnu. Svörin voru nokkuð skýr, tæp 46 prósent voru hlynnt þeim og tæpt 21 prósent mjög hlynnt. Stjórnmálamenn hafa flíkað þjóðarvilja með minna fylgi í könnunum á bak við sig. Og nú erum við hér fjórum árum síðar. Ástandið er slæmt hjá mörgum og gæti verið mun betra hjá flestum. Í umkvörtunum okkar mættum við hins vegar muna að það eru ekki nema fjögur ár síðan við hömstruðum mjólk af því við héldum að hamfaraástand væri í nánd. Eftir stendur hins vegar að þegar fólk stendur saman, þá getur það breytt hlutum. Um það vitna ótal dældaðir pottar og pönnur.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun