Sveiflur í kynlífi Sigga Dögg skrifar 18. janúar 2013 06:00 Spurning: Konan mín rak erlenda frétt framan í mig um að nær helmingur kvenna missti alla kynlöngun á einhverjum tímapunkti. Ég fékk áfall. Hún var sem sagt að réttlæta margra ára kynsvelti við mig! Þetta þykir mér vera dapurleg staðreynd og alls ekki góðar fréttir. Hvað er til ráða? Svar: Kynsvelti hefur mér ávallt þótt einkennilegt orð þar sem kynlíf er dans tveggja einstaklinga (eða fleiri) og á honum þarf að vera ákveðinn taktur og jafnvægi. Ég ætla því að gera ráð fyrir að á milli ykkar sé einhvers konar kynlífsósætti og með því að tala um svelti þá er gefið til kynna að hún sé að neita þér um kynlíf, og það hljómar eins og þú upplifir það sem refsingu. Líkt og með annað ósætti þá er það eitthvað sem þarf að leysa í sameiningu og það hefst aðeins með því að tala saman. Kynlöngun getur verið breytileg og eru sveiflur í henni eðlilegar. Það geta margir þættir haft áhrif á kynlöngun; líkamlegir, andlegir og félagslegir. Þegar ójafnvægi kemst á kynlífið er mikilvægt að geta talað um það og fundið lausn sem hentar ykkur báðum. Þá má ekki gleyma vandræðum sem tengjast kynfærunum, líkt og vandamál með reisn eða þurrk í leggöngum. Það er oft hægt að fá aðstoð við slíkum vandamálum þó það leysi ekki endilega vandann með kynlöngun. Kynlíf er mikilvægur hluti í flestum samböndum þar sem það færir pörum nánd og innileika. Þó er mikilvægt að muna að kynlíf og samfarir eru ekki það sama og náin snerting. Hún getur einnig verið fullnægjandi og ræktað sambandið. Þá er vert að hafa í huga að kynlíf og fullnæging er ekki á ábyrgð makans heldur þín sjálfs. Við eigum færa kynfræðinga sem sinna kynlífsráðgjöf og gæti verið gott fyrir ykkur að fara saman og kanna þetta mál aðeins dýpra og vonandi getið þið fundið farsæla lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Skoðun
Spurning: Konan mín rak erlenda frétt framan í mig um að nær helmingur kvenna missti alla kynlöngun á einhverjum tímapunkti. Ég fékk áfall. Hún var sem sagt að réttlæta margra ára kynsvelti við mig! Þetta þykir mér vera dapurleg staðreynd og alls ekki góðar fréttir. Hvað er til ráða? Svar: Kynsvelti hefur mér ávallt þótt einkennilegt orð þar sem kynlíf er dans tveggja einstaklinga (eða fleiri) og á honum þarf að vera ákveðinn taktur og jafnvægi. Ég ætla því að gera ráð fyrir að á milli ykkar sé einhvers konar kynlífsósætti og með því að tala um svelti þá er gefið til kynna að hún sé að neita þér um kynlíf, og það hljómar eins og þú upplifir það sem refsingu. Líkt og með annað ósætti þá er það eitthvað sem þarf að leysa í sameiningu og það hefst aðeins með því að tala saman. Kynlöngun getur verið breytileg og eru sveiflur í henni eðlilegar. Það geta margir þættir haft áhrif á kynlöngun; líkamlegir, andlegir og félagslegir. Þegar ójafnvægi kemst á kynlífið er mikilvægt að geta talað um það og fundið lausn sem hentar ykkur báðum. Þá má ekki gleyma vandræðum sem tengjast kynfærunum, líkt og vandamál með reisn eða þurrk í leggöngum. Það er oft hægt að fá aðstoð við slíkum vandamálum þó það leysi ekki endilega vandann með kynlöngun. Kynlíf er mikilvægur hluti í flestum samböndum þar sem það færir pörum nánd og innileika. Þó er mikilvægt að muna að kynlíf og samfarir eru ekki það sama og náin snerting. Hún getur einnig verið fullnægjandi og ræktað sambandið. Þá er vert að hafa í huga að kynlíf og fullnæging er ekki á ábyrgð makans heldur þín sjálfs. Við eigum færa kynfræðinga sem sinna kynlífsráðgjöf og gæti verið gott fyrir ykkur að fara saman og kanna þetta mál aðeins dýpra og vonandi getið þið fundið farsæla lausn.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun