Orð sem ættu að vega þyngra Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. janúar 2013 06:00 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gagnrýndi stjórnarskrárfrumvarpið harðlega í nýársávarpi sínu. Forsetinn steig þar fram sem eindreginn talsmaður núverandi stjórnarskrár, sem hann sagði hafa dugað vel. Forsetinn benti réttilega á að þrátt fyrir ýmsar góðar hugmyndir í tillögum stjórnlagaráðs væri umræðan um nýja stjórnarskrá komin í öngstræti. „Í stað samstöðu um sáttmálann geisa djúpstæðar deilur og virtir fræðimenn við háskóla landsins hafa áréttað að margt sé óskýrt og flókið í tillögunum," sagði hann. Ólafur Ragnar hefur rétt fyrir sér í því að of litlar umræður hafa farið fram um hið nýja stjórnkerfi sem tillögurnar fela í sér; hvernig samspili Alþingis, ríkisstjórnar og forsetans verði háttað. Þetta er hið margumtalaða álagspróf, sem margir fræðimenn hafa hvatt til að verði gert en lítill áhugi virðist á hjá ríkisstjórninni og meirihluta Alþingis. Það er líka rétt hjá forsetanum að í frumvarpinu felst allt annað stjórnkerfi en Ísland hefur búið við. Það er „tilraun um stjórnkerfi sem ætti sér engan líka á Vesturlöndum". Það er fráleitt af stjórnlagaráðsmönnum að segja athugasemdir forsetans koma of seint. Á meðan Alþingi hefur málið til umfjöllunar hlýtur það að taka til skoðunar alla rökstudda gagnrýni. Segja má að forsetinn ræki með ábendingum sínum það hlutverk sem margir telja að hann eigi að gegna; að vera nokkurs konar öryggisventill sem getur tekið í taumana þegar stefnir í algjört óefni í þjóðmálunum. Samþykkt stjórnarskrárdraganna óbreyttra væri slíkt óefni. Þar væri tekið stökk út í óvissuna sem yrði landi og þjóð ekki til góðs. Vandamálið við gagnrýni forsetans er frekar að hún gæti vegið svo miklu þyngra en hún gerir. Þótt hann taki sér nú stöðu sem vörður núverandi stjórnskipunar hefur hann á stundum ekki vílað fyrir sér að teygja og toga hlutverk forsetaembættisins þannig að margir hafa talið að það rúmaðist ekki innan ákvæða núverandi stjórnarskrár. Ólafur Ragnar Grímsson hefur þá ekki gert mikið með álit virtra fræðimanna í háskólum landsins, sem telja að hann hafi farið á svig við bókstaf, hefðir eða venjur í stjórnskipaninni. Ef Ólafur Ragnar væri forseti sem hefði rækt hlutverk sitt sem sameiningartákn og sparað stóru orðin og dramatíkina fyrir hinar raunverulegu ögurstundir í lífi þjóðarinnar hefðu orð hans nú meira vægi og gera má ráð fyrir að hlustað væri af meiri athygli. Með framkomu sinni gagnvart bæði þingi og ríkisstjórn hefur hann ekki aukið líkurnar á að tekið sé mark á gagnrýni hans. Sem er slæmt, því að nú ríður á að ekki sé gerð stór vitleysa í stjórnskipunarmálum. Þingmenn gerðu samt rétt í því að gleyma um stund gömlum væringum og hlusta á innihaldið í málflutningi forsetans: „Við megum ekki festa stjórnarskrármálið í fjötrum átaka og aflrauna á Alþingi. Slíkt sæmir hvorki hinni upphaflegu heitstrengingu um nýjan sáttmála Íslendinga né heldur virðingu fyrir þeirri samstöðu sem mótaði gildistöku núverandi stjórnarskrár." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gagnrýndi stjórnarskrárfrumvarpið harðlega í nýársávarpi sínu. Forsetinn steig þar fram sem eindreginn talsmaður núverandi stjórnarskrár, sem hann sagði hafa dugað vel. Forsetinn benti réttilega á að þrátt fyrir ýmsar góðar hugmyndir í tillögum stjórnlagaráðs væri umræðan um nýja stjórnarskrá komin í öngstræti. „Í stað samstöðu um sáttmálann geisa djúpstæðar deilur og virtir fræðimenn við háskóla landsins hafa áréttað að margt sé óskýrt og flókið í tillögunum," sagði hann. Ólafur Ragnar hefur rétt fyrir sér í því að of litlar umræður hafa farið fram um hið nýja stjórnkerfi sem tillögurnar fela í sér; hvernig samspili Alþingis, ríkisstjórnar og forsetans verði háttað. Þetta er hið margumtalaða álagspróf, sem margir fræðimenn hafa hvatt til að verði gert en lítill áhugi virðist á hjá ríkisstjórninni og meirihluta Alþingis. Það er líka rétt hjá forsetanum að í frumvarpinu felst allt annað stjórnkerfi en Ísland hefur búið við. Það er „tilraun um stjórnkerfi sem ætti sér engan líka á Vesturlöndum". Það er fráleitt af stjórnlagaráðsmönnum að segja athugasemdir forsetans koma of seint. Á meðan Alþingi hefur málið til umfjöllunar hlýtur það að taka til skoðunar alla rökstudda gagnrýni. Segja má að forsetinn ræki með ábendingum sínum það hlutverk sem margir telja að hann eigi að gegna; að vera nokkurs konar öryggisventill sem getur tekið í taumana þegar stefnir í algjört óefni í þjóðmálunum. Samþykkt stjórnarskrárdraganna óbreyttra væri slíkt óefni. Þar væri tekið stökk út í óvissuna sem yrði landi og þjóð ekki til góðs. Vandamálið við gagnrýni forsetans er frekar að hún gæti vegið svo miklu þyngra en hún gerir. Þótt hann taki sér nú stöðu sem vörður núverandi stjórnskipunar hefur hann á stundum ekki vílað fyrir sér að teygja og toga hlutverk forsetaembættisins þannig að margir hafa talið að það rúmaðist ekki innan ákvæða núverandi stjórnarskrár. Ólafur Ragnar Grímsson hefur þá ekki gert mikið með álit virtra fræðimanna í háskólum landsins, sem telja að hann hafi farið á svig við bókstaf, hefðir eða venjur í stjórnskipaninni. Ef Ólafur Ragnar væri forseti sem hefði rækt hlutverk sitt sem sameiningartákn og sparað stóru orðin og dramatíkina fyrir hinar raunverulegu ögurstundir í lífi þjóðarinnar hefðu orð hans nú meira vægi og gera má ráð fyrir að hlustað væri af meiri athygli. Með framkomu sinni gagnvart bæði þingi og ríkisstjórn hefur hann ekki aukið líkurnar á að tekið sé mark á gagnrýni hans. Sem er slæmt, því að nú ríður á að ekki sé gerð stór vitleysa í stjórnskipunarmálum. Þingmenn gerðu samt rétt í því að gleyma um stund gömlum væringum og hlusta á innihaldið í málflutningi forsetans: „Við megum ekki festa stjórnarskrármálið í fjötrum átaka og aflrauna á Alþingi. Slíkt sæmir hvorki hinni upphaflegu heitstrengingu um nýjan sáttmála Íslendinga né heldur virðingu fyrir þeirri samstöðu sem mótaði gildistöku núverandi stjórnarskrár."
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun