Íslendingar í aðalhlutverki í torfærumynd Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2013 14:45 Á bílavefnum Jalopnik er nú nær 10 mínútna langt og geggjað myndband af torfærukeppni í Noregi. Ekkert er getið þess að bestu mennirnir í keppninni eru Íslendingar, enda standa tveir þeirra á palli að keppni lokinni. Það er kannski ekki skrítið í ljósi þess að svona keppnir eru upprunar frá Íslandi og svo virðist sem við höfum enn forskot á aðrar þjóðir í þessum efnum. Keppnin er eins og Norðurlandamót því bílar frá Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Íslandi sjást keppa. Mikið er um veltur og flotta takta og að sjálfsögðu þær bestu hjá íslensku keppendunum. Myndskeiðið er tæpar 10 mínútur en hasarinn hefst ekki fyrir alvöru fyrr en eftir 1:26 mínútur. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent
Á bílavefnum Jalopnik er nú nær 10 mínútna langt og geggjað myndband af torfærukeppni í Noregi. Ekkert er getið þess að bestu mennirnir í keppninni eru Íslendingar, enda standa tveir þeirra á palli að keppni lokinni. Það er kannski ekki skrítið í ljósi þess að svona keppnir eru upprunar frá Íslandi og svo virðist sem við höfum enn forskot á aðrar þjóðir í þessum efnum. Keppnin er eins og Norðurlandamót því bílar frá Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Íslandi sjást keppa. Mikið er um veltur og flotta takta og að sjálfsögðu þær bestu hjá íslensku keppendunum. Myndskeiðið er tæpar 10 mínútur en hasarinn hefst ekki fyrir alvöru fyrr en eftir 1:26 mínútur.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent