Autoweek fjallar um Jaguar bíl Halldórs Laxness Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2013 08:45 Jaguar Halldórs Laxness Á heimasíðu bílatímaritsins Autoweek er nú að finna grein þar sem blaðamaður tímaritsins lýsir för sinni til Íslands að hafa uppá Jaguar bíl nóbelsskáldsins Halldórs Kiljan Laxness. Sami blaðamaður hafði tveimur vikum áður verið á Íslandi að prófa Subaru XV Crosstrek Hybrid og hafði greinilega ekki fengið nóg af heimsóknum hingað. Í greininni segir hann að í þessu fámenna landi virðist allir þekkja alla og allir virðast stoltir af nóbelsskáldinu og um leið mærir hann mjög skáldverkið Sjálfsstætt fólk eftir Halldór. Hann hefur upp á Jaguar bíl skáldsins, sem geymdur er í vörugeymslu sem stendur, en þar eru einnig samankomnir margir gamlir og merkir bílar, þar á meðal 1946 árgerðin af Hudson Commodore leigubíl. Einnig heimsækir hann Arctic Trucks og dáist mjög af framleiðslu þeirra og svo virðist á skrifum blaðamanns að frekari umfjöllun um fyrirtækið bíði birtingar. Greinina má lesa hér. Autoweek Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent
Á heimasíðu bílatímaritsins Autoweek er nú að finna grein þar sem blaðamaður tímaritsins lýsir för sinni til Íslands að hafa uppá Jaguar bíl nóbelsskáldsins Halldórs Kiljan Laxness. Sami blaðamaður hafði tveimur vikum áður verið á Íslandi að prófa Subaru XV Crosstrek Hybrid og hafði greinilega ekki fengið nóg af heimsóknum hingað. Í greininni segir hann að í þessu fámenna landi virðist allir þekkja alla og allir virðast stoltir af nóbelsskáldinu og um leið mærir hann mjög skáldverkið Sjálfsstætt fólk eftir Halldór. Hann hefur upp á Jaguar bíl skáldsins, sem geymdur er í vörugeymslu sem stendur, en þar eru einnig samankomnir margir gamlir og merkir bílar, þar á meðal 1946 árgerðin af Hudson Commodore leigubíl. Einnig heimsækir hann Arctic Trucks og dáist mjög af framleiðslu þeirra og svo virðist á skrifum blaðamanns að frekari umfjöllun um fyrirtækið bíði birtingar. Greinina má lesa hér. Autoweek
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent