Fjórir strokkar í Porsche Macan og Boxster Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2013 10:30 Porsche Macan. Bílaframleiðandinn Porsche hefur ekki framleitt 4 strokka vélar frá því árið 1995, þegar hætt var að framleiða Porsche 968. Nú er Porsche hinsvegar með áform um að framleiða fjögurra strokka vélar bæði í jepplinginn nýja, Macan, en einnig í Boxtser sportbílinn. Porsche Macan var kynntur rétt um daginn í Los Angeles og þá eingöngu með 6 strokka vélum, 340 og 400 hestafla bensínvélum og 258 hestafla dísilvél. Það var reyndar alveg ljóst að Porsche myndi bjóða Macan seinna meir með aflminni og eyðslugrennri vélum, en þær verða semsagt fjögurra strokka. Fjögurra strokka vélar Porsche verða líklega 2,0 lítra, bæði bensínvél og dísilvél. Bensínvélin verður þrátt fyrir lítið sprengirými ári öflug, eða 280 hestöfl. Bensínvélin er ættuð frá Volkswagen, móðurfyrirtæki Porsche og því verður hún ekki Boxer vél. Porsche framleiðir hinsvegar dísilvélina og því má búast við að hún verði með Boxer lagi. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent
Bílaframleiðandinn Porsche hefur ekki framleitt 4 strokka vélar frá því árið 1995, þegar hætt var að framleiða Porsche 968. Nú er Porsche hinsvegar með áform um að framleiða fjögurra strokka vélar bæði í jepplinginn nýja, Macan, en einnig í Boxtser sportbílinn. Porsche Macan var kynntur rétt um daginn í Los Angeles og þá eingöngu með 6 strokka vélum, 340 og 400 hestafla bensínvélum og 258 hestafla dísilvél. Það var reyndar alveg ljóst að Porsche myndi bjóða Macan seinna meir með aflminni og eyðslugrennri vélum, en þær verða semsagt fjögurra strokka. Fjögurra strokka vélar Porsche verða líklega 2,0 lítra, bæði bensínvél og dísilvél. Bensínvélin verður þrátt fyrir lítið sprengirými ári öflug, eða 280 hestöfl. Bensínvélin er ættuð frá Volkswagen, móðurfyrirtæki Porsche og því verður hún ekki Boxer vél. Porsche framleiðir hinsvegar dísilvélina og því má búast við að hún verði með Boxer lagi.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent