Körfubolti

Tölvum stolið af leikmanni Þórs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn Þórs hafa vafalítið augun hjá sér í von um að finna tölvur félaga síns í Þórsliðinu.
Stuðningsmenn Þórs hafa vafalítið augun hjá sér í von um að finna tölvur félaga síns í Þórsliðinu. Mynd/Valli
Nemanja Sovic, leikmaður Þórs Þorlákshafnar í Domino's-deild karla í körfubolta, lenti í leiðinlegri lífsreynslu á dögunum. Frá þessu er greint á vef Hafnarfrétta.

HP fartölvu og Ipad spjaldtölvu var stolið úr bíl kappans fyrir utan íþróttamiðstöðina í Þorlákshöfn á föstudagskvöldið. Á sama tíma fór fram leikur Þórs og Hauka í deildinni.

Sovic starfar sem forritari og í tölvunni eru mikilvæg gögn. Hinir óprúttnu eru hvattir til að skila tölvunni í íþróttamiðstöðina enda er víst ómögulegt fyrir þá að nýta sér hana. Tölvan ku vera vandlega læst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×