DiCaprio stofnar lið í rafformúlunni Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2013 09:15 Leonardo DiCaprio Hollywood leikarinn Leonardo DiCaprio er ekki allur þar sem hann er séður og bílaáhugi hans, sérlega á rafdrifnum bílum, er ekki öllum kunnur. Nú hefur DiCaprio tekið þennan áhuga í nýjar hæðir og stofnað keppnislið í Formula E, eða formúlukeppni rafmagnsbíla sem hefst á næsta ári. Liðið stofnaði hann með Gildo Pallanca Pastor, eiganda bílaframleiðandans Venturi Automobile og er lið þeirra það tíunda sem skráir sig til leiks. Liðið er með höfuðstöðvar í Mónakó. Það eru engir aumingjar sem skráð hafa sig til leiks í Formula E því lið frá Renault og McLaren eru einnig þátttakendur og Richard Branson er einnig með lið. Keppnir munu fara fram í 10 borgum, þar á meðal Peking, Los Angeles, Berlín, London, Miami og Buenos Aires. Keppni þessi var sett á fót til að vekja áhuga á rafmagnsbílum og getu þeirra sem stuðla mætti til aukins áhuga almennings á rafmagnbílum og þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem þeim fylgja. Ekki er að spyrja að því að þátttaka DiCaprio í þessari keppni mun varpa auknu ljósi á hana og munu fjölmiðlar vafalaust fylgjast vel með þegar keppni hefst. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent
Hollywood leikarinn Leonardo DiCaprio er ekki allur þar sem hann er séður og bílaáhugi hans, sérlega á rafdrifnum bílum, er ekki öllum kunnur. Nú hefur DiCaprio tekið þennan áhuga í nýjar hæðir og stofnað keppnislið í Formula E, eða formúlukeppni rafmagnsbíla sem hefst á næsta ári. Liðið stofnaði hann með Gildo Pallanca Pastor, eiganda bílaframleiðandans Venturi Automobile og er lið þeirra það tíunda sem skráir sig til leiks. Liðið er með höfuðstöðvar í Mónakó. Það eru engir aumingjar sem skráð hafa sig til leiks í Formula E því lið frá Renault og McLaren eru einnig þátttakendur og Richard Branson er einnig með lið. Keppnir munu fara fram í 10 borgum, þar á meðal Peking, Los Angeles, Berlín, London, Miami og Buenos Aires. Keppni þessi var sett á fót til að vekja áhuga á rafmagnsbílum og getu þeirra sem stuðla mætti til aukins áhuga almennings á rafmagnbílum og þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem þeim fylgja. Ekki er að spyrja að því að þátttaka DiCaprio í þessari keppni mun varpa auknu ljósi á hana og munu fjölmiðlar vafalaust fylgjast vel með þegar keppni hefst.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent