Grunar keppinaut um rógburð á Facebook Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. desember 2013 13:00 Sigtrygg grunar starfsmenn Borgarbílastöðvarinnar um að standa að baki þessu. Þeir hafi gengið ansi langt hingað til og meðal annars hafa þeir að sögn Sigtryggs stolið léni City taxi. mynd/365 „Mig grunar að samkeppnisaðili hafi sett inn færslu þar sem gengið er það langt að ásaka starfsfólk okkar að það sé að stela símum af viðskiptavinum sem borga ekki og við ætlum að kæra þetta til lögreglu,“ segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdarstjóri City taxi. Í gær var birt eftirfarandi færsla á Facebook síðu ungs stráks:„Í gær var ég mjög dónalegur við leigubílstjóra og neitaði að borga fyrir farið og eftir að hafa rifist við hann hótaði hann að fara með mig á lögreglustöðina og ég varð hræddur og ákvað að reyna hlaupa í burtu án þess að borga fyrir farið. Þegar ég hljóp í burtu gleymdi ég símanum mínum í leigubílnum. Nú er þessi leigubílstjóri að kenna mér lexíu með því að skrifa þessa uppfærslu. Þótt ég hafi verið mjög dónalegur og hagað mér eins og fífl er leigubílstjórinn það góður að leyfa mér að fá símann til baka með þeim skilyrðum að ég borgi einungis farið og að ég biðjast afsökunar á Facebook síðu minni. Vinsamlegast hafðu samband City Taxi leigubílastöð í síma 422 2222 þegar þú hefur uppfyllt þessi skilyrði vinur. Vonandi verður þessi uppfærsla til þess að þú hugsir þig tvisvar ef ekki tvisvar um áður en þú ert með dólg og neitar að borga fyrir far án skýringa. Kær kveðja Hallur leigubílstjóri.“„Ég var að koma frá Samgöngustofu vegna þessarar færslu á Facebook, við erum ekki að taka síma af fólki ef það borgar ekki og það er enginn Hallur að vinna hjá okkur,“ segir Sigtryggur. Þegar hann hefur farið yfir málið með Sveini Andra Sveinssyni lögmanni síðar í dag komi ljós hvernig hægt sé að snúa sér í málinu.Sigtrygg grunar starfsmenn Borgarbílastöðvarinnar um að standa að baki þessu. Þeir hafi gengið ansi langt hingað til og meðal annars hafa þeir að sögn Sigtryggs stolið léni City taxi. City taxi er með lénið www.citytaxi.is en Borgarbílastöðin er með slóðina www.airport-citytaxi.is sem sendir viðkomandi inn á vefsíðu Borgarbílastöðvarinnar www.borgarbilastodin.is. „Ég er á leiðinni til Sveins Andra en hann er Facebook snillingur og getur eflaust fundið út hvaðan þessi færsla um leigubílstjórann Hall er komin,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir Borgarbílastöðina hafa kært City taxi til Hlutafélagaskrár og Neytendastofu. Borgarbílastöðin vilji meina að City taxi hafi tekið nafnið í vondri trú. „Ég veit ekki hvernig það ætti að vera,“ segir hann. Hlutafélagaskrá hafi svo fellt málið niður þar sem engar forsendur hafi verið fyrir kærunni. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
„Mig grunar að samkeppnisaðili hafi sett inn færslu þar sem gengið er það langt að ásaka starfsfólk okkar að það sé að stela símum af viðskiptavinum sem borga ekki og við ætlum að kæra þetta til lögreglu,“ segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdarstjóri City taxi. Í gær var birt eftirfarandi færsla á Facebook síðu ungs stráks:„Í gær var ég mjög dónalegur við leigubílstjóra og neitaði að borga fyrir farið og eftir að hafa rifist við hann hótaði hann að fara með mig á lögreglustöðina og ég varð hræddur og ákvað að reyna hlaupa í burtu án þess að borga fyrir farið. Þegar ég hljóp í burtu gleymdi ég símanum mínum í leigubílnum. Nú er þessi leigubílstjóri að kenna mér lexíu með því að skrifa þessa uppfærslu. Þótt ég hafi verið mjög dónalegur og hagað mér eins og fífl er leigubílstjórinn það góður að leyfa mér að fá símann til baka með þeim skilyrðum að ég borgi einungis farið og að ég biðjast afsökunar á Facebook síðu minni. Vinsamlegast hafðu samband City Taxi leigubílastöð í síma 422 2222 þegar þú hefur uppfyllt þessi skilyrði vinur. Vonandi verður þessi uppfærsla til þess að þú hugsir þig tvisvar ef ekki tvisvar um áður en þú ert með dólg og neitar að borga fyrir far án skýringa. Kær kveðja Hallur leigubílstjóri.“„Ég var að koma frá Samgöngustofu vegna þessarar færslu á Facebook, við erum ekki að taka síma af fólki ef það borgar ekki og það er enginn Hallur að vinna hjá okkur,“ segir Sigtryggur. Þegar hann hefur farið yfir málið með Sveini Andra Sveinssyni lögmanni síðar í dag komi ljós hvernig hægt sé að snúa sér í málinu.Sigtrygg grunar starfsmenn Borgarbílastöðvarinnar um að standa að baki þessu. Þeir hafi gengið ansi langt hingað til og meðal annars hafa þeir að sögn Sigtryggs stolið léni City taxi. City taxi er með lénið www.citytaxi.is en Borgarbílastöðin er með slóðina www.airport-citytaxi.is sem sendir viðkomandi inn á vefsíðu Borgarbílastöðvarinnar www.borgarbilastodin.is. „Ég er á leiðinni til Sveins Andra en hann er Facebook snillingur og getur eflaust fundið út hvaðan þessi færsla um leigubílstjórann Hall er komin,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir Borgarbílastöðina hafa kært City taxi til Hlutafélagaskrár og Neytendastofu. Borgarbílastöðin vilji meina að City taxi hafi tekið nafnið í vondri trú. „Ég veit ekki hvernig það ætti að vera,“ segir hann. Hlutafélagaskrá hafi svo fellt málið niður þar sem engar forsendur hafi verið fyrir kærunni.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira