Fríverslunarsamningur nauðsynlegur Svavar Hávarðsson skrifar 16. desember 2013 07:00 Danska fyrirtækið Royal Arctic Line annast nær alla flutninga til Grænlands. Myndin er tekin við höfnina í Tasiilaq við austurströnd Grænlands. Skipið Irena Arctica affermir vörur, þar á meðal jólatré. mynd/Carl Skou - kuummiut.com Íslendingar starfrækja víðfeðmara flutninganet á norðurslóðum en nokkur önnur þjóð. Starfsemi íslenskra fyrirtækja á Grænlandi spannar mjög vítt svið og vísbendingar eru um að íslensk útflutningsfyrirtæki stefni á aukin Grænlandsviðskipti.Dekkum norðurslóðir allar Þetta er meðal niðurstaðna greiningar Íslenska sjávarklasans (ÍS) á íslenskum umsvifum í Grænlandi og framtíðarmöguleikum. Haukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá ÍS, segir að ekki aðeins sé flutningsnet Íslands á norðurslóðum lengra komið en annarra þjóða. „Raunar er Ísland eina landið í heiminum sem býður upp á reglubundna flutninga til allra landa sem teljast til norðurslóða. Svo umfangsmikið flutninganet er langt frá því sjálfgefið í litlu landi eins og okkar. Það má fullyrða að hægt sé að byggja á því, og þarf að hafa hugfast þegar rætt er um að nýta ný tækifæri á norðurslóðum.“ Hér vísar Haukur til þess að Icelandair starfrækir reglubundið flug til Anchorage í Alaska, Kanada, Rússlands, Noregs, Finnlands og Svíþjóðar og Flugfélag Íslands og Norlandair starfrækja flug til ýmissa staða á Grænlandi. Þá siglir Eimskip til Norður-Noregs, Svíþjóðar, Múrmansk í Rússlandi, Nuuk í Grænlandi og Kanada, og Samskip til Svíþjóðar. Haukur Már segir að þrátt fyrir að nokkuð sé þangað til tækifæri tengd skipaflutningum á norðurslóðum opnist fyrir alvöru verði að hafa hugfast að umsvif á Grænlandi muni aukast mikið á allra næstu árum. Yfir 30 umfangsmikil verkefni eru í deiglunni í olíuvinnslu, námugreftri og byggingu ál- og raforkuvera. Heildarverðmæti fjárfestinga eru nú um 900 milljarðar íslenskra króna [40 milljarðar danskra króna]. Á sama tíma skorti innviði til að sinna uppbyggingunni – innviði sem Ísland þegar hefur að stærstum hluta. „Hér eru íslausar hafnir allt árið, góðir flugvellir og öflug flutningafyrirtæki svo dæmi séu tekin,“ segir Haukur Már.Mikil umsvif Kortlagning Sjávarklasans á atvinnuumsvifum Íslendinga á Grænlandi sýnir að fjölmörg íslensk fyrirtæki eru umfangsmikil á Grænlandi. Lengi hefur verið samstarf milli þjóðanna um uppbyggingu landbúnaðar á Grænlandi. Íslendingar áttu stóran þátt í uppbyggingu flugvalla á 20. öld og uppbyggingu fiskvinnslu þar í landi á 9. áratugnum. Íslensk fyrirtæki sinna flugi og siglingum til og frá Grænlandi og margar íslenskar útgerðir eiga hlut í grænlenskum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum. Þá sinna mörg íslensk fyrirtæki grænlenskri smábátaútgerð. Íslensk verkfræði- og iðnaðarfyrirtæki sinna stórum verkefnum og á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri eru starfrækt sérstök teymi sem sinna heilbrigðisþjónustu við Grænlendinga. Í skýrslu Sjávarklasans kemur einnig fram að síðastliðinn áratug hafa vöruflutningar milli Íslands og Grænlands aukist umtalsvert. Verðmæti vöruútflutnings var í kringum 400 milljónir króna upp úr aldamótum en var komið í 2,6 milljarða árið 2012. Mestan hluta aukningarinnar má rekja til aukinna viðskipta með iðnaðarvörur eins og olíu, málma og iðnaðarsalt. Útflutningur á sjávarafurðum og búnaði fyrir sjávarútveg hefur hins vegar að mestu staðið í stað.Augu manna á Grænlandi Innan Sjávarklasans starfar flutninga- og hafnahópur átján fyrirtækja á sviði flutninga, samgangna, hafnastarfsemi. Stefna hópsins skilgreinir aukið samstarf fyrirtækjanna við Grænlendinga meðal forgangsverkefna. Hópurinn hefur í því augnamiði hafið samstarf við danska olíu- og gasklasann Offshoreenergy um að auka tengsl danskra, grænlenskra og íslenskra fyrirtækja varðandi leit og vinnslu á olíu og gasi á Grænlandi. Haukur Már telur að framtíðartækifæri íslensks atvinnulífs séu mikil á Grænlandi. Kannski sé jafnvel um einn stærsta vaxtarbroddinn af þeim öllum að ræða. „Allar vísbendingar eru um að innan stórs hluta útflutningsfyrirtækja landsins er stefnan sett á aukin Grænlandsviðskipti,“ segir Haukur Már.Einokun Dana skekkir samkeppnisstöðu Þó viðskipti Íslands og Grænlands spanni nú breitt svið eru þau miklu umfangsminni en þau væru ef hagkvæmni réði ferð. Vegna mikilla ítaka Dana á Grænlandi er það því miður sjaldnast raunin. Til marks um það nægir að nefna að skipafélagið Royal Arctic Line hefur einkaleyfi á skipaferðum til, frá og innan Grænlands til ársins 2022. Í Álaborg í Danmörku er starfrækt vöruflutningamiðstöð fyrir Grænland og þangað fara næstum allar vörur áður en þær eru sendar til Grænlands. Yfir 85% af öllum innfluttum vörum til Grænlands koma frá Danmörku.Fríverslunarsamningur forgangsverkefni Í skýrslu Sjávarklasans er það metið sem forgangsatriði að fríverslunarsamningur verði gerður við Grænlendinga og stjórnvöld hvött til þess að beita sér fyrir slíkri samningsgerð. Nokkrir samningar eru í gildi á milli landanna sem ætlað er að draga úr viðskiptahömlum. Grænlendingar hafa hins vegar takmörkuð tækifæri til að gera þjóðréttarsamninga og heilt yfir er aðkoma danskra stjórnvalda að slíkri samningsgerð skilyrði. Litið er til Hoyvíkursamningsins milli Íslands, Danmerkur og Færeyja sem er víðtækasti fríverslunarsamningur sem Ísland hefur gert. Grænlendingar hafa fylgst með framkvæmd hans frá fyrsta degi og það metið svo af Sjávarklasanum að upplagt sé að ganga til samninga við Grænlendinga á þeim grunni. Fréttaskýringar Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Íslendingar starfrækja víðfeðmara flutninganet á norðurslóðum en nokkur önnur þjóð. Starfsemi íslenskra fyrirtækja á Grænlandi spannar mjög vítt svið og vísbendingar eru um að íslensk útflutningsfyrirtæki stefni á aukin Grænlandsviðskipti.Dekkum norðurslóðir allar Þetta er meðal niðurstaðna greiningar Íslenska sjávarklasans (ÍS) á íslenskum umsvifum í Grænlandi og framtíðarmöguleikum. Haukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá ÍS, segir að ekki aðeins sé flutningsnet Íslands á norðurslóðum lengra komið en annarra þjóða. „Raunar er Ísland eina landið í heiminum sem býður upp á reglubundna flutninga til allra landa sem teljast til norðurslóða. Svo umfangsmikið flutninganet er langt frá því sjálfgefið í litlu landi eins og okkar. Það má fullyrða að hægt sé að byggja á því, og þarf að hafa hugfast þegar rætt er um að nýta ný tækifæri á norðurslóðum.“ Hér vísar Haukur til þess að Icelandair starfrækir reglubundið flug til Anchorage í Alaska, Kanada, Rússlands, Noregs, Finnlands og Svíþjóðar og Flugfélag Íslands og Norlandair starfrækja flug til ýmissa staða á Grænlandi. Þá siglir Eimskip til Norður-Noregs, Svíþjóðar, Múrmansk í Rússlandi, Nuuk í Grænlandi og Kanada, og Samskip til Svíþjóðar. Haukur Már segir að þrátt fyrir að nokkuð sé þangað til tækifæri tengd skipaflutningum á norðurslóðum opnist fyrir alvöru verði að hafa hugfast að umsvif á Grænlandi muni aukast mikið á allra næstu árum. Yfir 30 umfangsmikil verkefni eru í deiglunni í olíuvinnslu, námugreftri og byggingu ál- og raforkuvera. Heildarverðmæti fjárfestinga eru nú um 900 milljarðar íslenskra króna [40 milljarðar danskra króna]. Á sama tíma skorti innviði til að sinna uppbyggingunni – innviði sem Ísland þegar hefur að stærstum hluta. „Hér eru íslausar hafnir allt árið, góðir flugvellir og öflug flutningafyrirtæki svo dæmi séu tekin,“ segir Haukur Már.Mikil umsvif Kortlagning Sjávarklasans á atvinnuumsvifum Íslendinga á Grænlandi sýnir að fjölmörg íslensk fyrirtæki eru umfangsmikil á Grænlandi. Lengi hefur verið samstarf milli þjóðanna um uppbyggingu landbúnaðar á Grænlandi. Íslendingar áttu stóran þátt í uppbyggingu flugvalla á 20. öld og uppbyggingu fiskvinnslu þar í landi á 9. áratugnum. Íslensk fyrirtæki sinna flugi og siglingum til og frá Grænlandi og margar íslenskar útgerðir eiga hlut í grænlenskum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum. Þá sinna mörg íslensk fyrirtæki grænlenskri smábátaútgerð. Íslensk verkfræði- og iðnaðarfyrirtæki sinna stórum verkefnum og á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri eru starfrækt sérstök teymi sem sinna heilbrigðisþjónustu við Grænlendinga. Í skýrslu Sjávarklasans kemur einnig fram að síðastliðinn áratug hafa vöruflutningar milli Íslands og Grænlands aukist umtalsvert. Verðmæti vöruútflutnings var í kringum 400 milljónir króna upp úr aldamótum en var komið í 2,6 milljarða árið 2012. Mestan hluta aukningarinnar má rekja til aukinna viðskipta með iðnaðarvörur eins og olíu, málma og iðnaðarsalt. Útflutningur á sjávarafurðum og búnaði fyrir sjávarútveg hefur hins vegar að mestu staðið í stað.Augu manna á Grænlandi Innan Sjávarklasans starfar flutninga- og hafnahópur átján fyrirtækja á sviði flutninga, samgangna, hafnastarfsemi. Stefna hópsins skilgreinir aukið samstarf fyrirtækjanna við Grænlendinga meðal forgangsverkefna. Hópurinn hefur í því augnamiði hafið samstarf við danska olíu- og gasklasann Offshoreenergy um að auka tengsl danskra, grænlenskra og íslenskra fyrirtækja varðandi leit og vinnslu á olíu og gasi á Grænlandi. Haukur Már telur að framtíðartækifæri íslensks atvinnulífs séu mikil á Grænlandi. Kannski sé jafnvel um einn stærsta vaxtarbroddinn af þeim öllum að ræða. „Allar vísbendingar eru um að innan stórs hluta útflutningsfyrirtækja landsins er stefnan sett á aukin Grænlandsviðskipti,“ segir Haukur Már.Einokun Dana skekkir samkeppnisstöðu Þó viðskipti Íslands og Grænlands spanni nú breitt svið eru þau miklu umfangsminni en þau væru ef hagkvæmni réði ferð. Vegna mikilla ítaka Dana á Grænlandi er það því miður sjaldnast raunin. Til marks um það nægir að nefna að skipafélagið Royal Arctic Line hefur einkaleyfi á skipaferðum til, frá og innan Grænlands til ársins 2022. Í Álaborg í Danmörku er starfrækt vöruflutningamiðstöð fyrir Grænland og þangað fara næstum allar vörur áður en þær eru sendar til Grænlands. Yfir 85% af öllum innfluttum vörum til Grænlands koma frá Danmörku.Fríverslunarsamningur forgangsverkefni Í skýrslu Sjávarklasans er það metið sem forgangsatriði að fríverslunarsamningur verði gerður við Grænlendinga og stjórnvöld hvött til þess að beita sér fyrir slíkri samningsgerð. Nokkrir samningar eru í gildi á milli landanna sem ætlað er að draga úr viðskiptahömlum. Grænlendingar hafa hins vegar takmörkuð tækifæri til að gera þjóðréttarsamninga og heilt yfir er aðkoma danskra stjórnvalda að slíkri samningsgerð skilyrði. Litið er til Hoyvíkursamningsins milli Íslands, Danmerkur og Færeyja sem er víðtækasti fríverslunarsamningur sem Ísland hefur gert. Grænlendingar hafa fylgst með framkvæmd hans frá fyrsta degi og það metið svo af Sjávarklasanum að upplagt sé að ganga til samninga við Grænlendinga á þeim grunni.
Fréttaskýringar Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira