Golf

Valdís Þóra byrjaði ágætlega

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í dag keppni á lokastigi úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

Keppnin fer fram í Marokkó og spilaði Valdís María á 74 höggum í dag eða tveimur yfir pari vallarins. Hún er í 50.-59. sæti eftir fyrsta hringinn.

Keppnisdagarnir eru fimm talsins en að loknum fyrstu fjórum hringjunum er skorið niður og fá þá 60 efstu að halda áfram. 30 efstu komast öðlast svo þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári.

Valdís Þóra byrjaði illa og fékk þrefaldan skolla strax á fyrstu holu. Hún var á þremur yfir eftir fyrri níu eftir að hafa fengið tvo fugla og tvo skolla.

Hún fékk skolla á tíundu holu en var stöðug eftir það. Hún bætti stöðu sína svo mikið með því að fá fugla á tveimur síðustu holum vallarins.

Keppnin heldur áfram á morgun og á Valdís Þóra rástíma um klukkan 09.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×