Mercedes Benz hefur vart við eftirspurn Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2013 15:30 Mercedes Benz S-Class selst eins og heitar lummur þrátt fyrir að kosta skildinginn. Svo góð er sala Mercedes Benz bíla að í mörgum af samsetningarverksmiðjum fyrirtækisins hefur þurft að bæta við vöktum undanfarið. Eftirspurn eftir stóra S-Class bílnum er slík að verksmiðjan í Sindelfingen í Þýskalandi er á yfirsnúningi og það sama á við verksmiðjuna í Bremen sem framleiðir GLK jepplinginn og C-Class bílinn. Nýr C-Class bíll verður reyndar kynntur á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði og væntanlega mun eftirspurnin ekki minnka við það. Söluaukning Mercedes í síðasta mánuði sló við bæði BMW og Audi og hefur söluaukning Mercedes á árinu verið 11% og er salan fyrstu 11 mánuðina á pari við heildarsöluna í fyrra. Var sala Mercedes Benz bíla í einum mánuði í fyrsta skipti í langan tíma meiri í nóvember en hjá Audi. Salan á A-Class, B-Class og CLA-Class bílunum er einnig mjög góð en allir eru þeir af tiltölulega nýrri gerð. Markmið Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, er að Benz bílar verði aftur söluhæstir lúxusbíla í heiminum áður en áratugurinn er liðinn og með þessu áframhaldi er ekki loku fyrir skotið að það muni nást. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent
Svo góð er sala Mercedes Benz bíla að í mörgum af samsetningarverksmiðjum fyrirtækisins hefur þurft að bæta við vöktum undanfarið. Eftirspurn eftir stóra S-Class bílnum er slík að verksmiðjan í Sindelfingen í Þýskalandi er á yfirsnúningi og það sama á við verksmiðjuna í Bremen sem framleiðir GLK jepplinginn og C-Class bílinn. Nýr C-Class bíll verður reyndar kynntur á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði og væntanlega mun eftirspurnin ekki minnka við það. Söluaukning Mercedes í síðasta mánuði sló við bæði BMW og Audi og hefur söluaukning Mercedes á árinu verið 11% og er salan fyrstu 11 mánuðina á pari við heildarsöluna í fyrra. Var sala Mercedes Benz bíla í einum mánuði í fyrsta skipti í langan tíma meiri í nóvember en hjá Audi. Salan á A-Class, B-Class og CLA-Class bílunum er einnig mjög góð en allir eru þeir af tiltölulega nýrri gerð. Markmið Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, er að Benz bílar verði aftur söluhæstir lúxusbíla í heiminum áður en áratugurinn er liðinn og með þessu áframhaldi er ekki loku fyrir skotið að það muni nást.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent