Nýr sportbíll Kia í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2013 11:30 Þessi mynd af nýja sportbílnum frá Kia sýnir ekki mikið. Fyrsti raunverulegi sportbíllinn frá Kia verður kynntur á bílasýningunni í Detroit sem hefst snemma í næsta mánuði. Kia cee´d GT er reyndar bíll með sportlega eiginleika, en hann er þó aðeins grimmari útgáfa af hefðbundnum fólksbíl. Þessi nýi sportbíll er með 2+2 sætisfyrirkomulagi og á að búa að mikilli akstursgetu og fimi. Bíllinn verður afturhjóladrifinn og með 1,6 lítra forþjöppudrifna vél. Ef þessi tilraunabíll verður smíðaður er það væntanlega til þess að keppa við Toyota GT86/Subaru BRZ, bíla sem kosta um 25.000 dollara í Bandaríkjunum. Kia hefur ekki sent frá sér mjög gefandi myndir af bílnum, en á meðfylgjandi mynd sjást þó útlínur hans að einhverju leiti. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent
Fyrsti raunverulegi sportbíllinn frá Kia verður kynntur á bílasýningunni í Detroit sem hefst snemma í næsta mánuði. Kia cee´d GT er reyndar bíll með sportlega eiginleika, en hann er þó aðeins grimmari útgáfa af hefðbundnum fólksbíl. Þessi nýi sportbíll er með 2+2 sætisfyrirkomulagi og á að búa að mikilli akstursgetu og fimi. Bíllinn verður afturhjóladrifinn og með 1,6 lítra forþjöppudrifna vél. Ef þessi tilraunabíll verður smíðaður er það væntanlega til þess að keppa við Toyota GT86/Subaru BRZ, bíla sem kosta um 25.000 dollara í Bandaríkjunum. Kia hefur ekki sent frá sér mjög gefandi myndir af bílnum, en á meðfylgjandi mynd sjást þó útlínur hans að einhverju leiti.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent