Leob líka frábær mótorhjólamaður Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2013 10:30 Skildi það vera einhver íþrótt sem rallakstursmaðurinn Sebastian Loeb er ekki frábær í? Það er greinilega alvega sama í hverju Loeb tekur þátt, hann nær alltaf frábærum árangri. Meira að segja í grein sem hann hefur ekkert stundað áður, mótorhjólakstri. Um helgina tók Loeb þátt í margþættri mótorhjólakeppni gegn reyndum keppnismönnum í greininni. Loeb endaði í efri hluta þeirra 28 keppenda sem öttu kappi, eða í 13. sæti. Með því setti hann fyrir neðan sig margan reyndan keppnisökumanninn. Keppnin var fjórþætt því ekið var á Trial hjólum, Enduro-, Supermoto- og Road racing-hjólum og árangurinn úr þessum 4 keppnum lagður saman. Allir keppendurnir fyrir utan Loeb eru atvinnukeppnismenn í einni af þessum greinum og því er árangur hans enn athygliverðari. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent
Skildi það vera einhver íþrótt sem rallakstursmaðurinn Sebastian Loeb er ekki frábær í? Það er greinilega alvega sama í hverju Loeb tekur þátt, hann nær alltaf frábærum árangri. Meira að segja í grein sem hann hefur ekkert stundað áður, mótorhjólakstri. Um helgina tók Loeb þátt í margþættri mótorhjólakeppni gegn reyndum keppnismönnum í greininni. Loeb endaði í efri hluta þeirra 28 keppenda sem öttu kappi, eða í 13. sæti. Með því setti hann fyrir neðan sig margan reyndan keppnisökumanninn. Keppnin var fjórþætt því ekið var á Trial hjólum, Enduro-, Supermoto- og Road racing-hjólum og árangurinn úr þessum 4 keppnum lagður saman. Allir keppendurnir fyrir utan Loeb eru atvinnukeppnismenn í einni af þessum greinum og því er árangur hans enn athygliverðari.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent