Skotum rigndi yfir sérsveitarmenn - hitti einn í höfuðið Kristján Hjálmarsson skrifar 2. desember 2013 11:44 Byssumaðurinn í Hraunbænum lét skotum rigna yfir sérsveitarmenn lögreglunnar þegar þeir gerðu tilraun til að ryðjast inn í íbúðina. Byssumaðurinn hitti einn sérsveitarmann í höfuðið og skotin flugu framhjá höfðum annarra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn skaut einnig út um glugga á íbúðinni. Lögreglan notaði gasvopn án árangurs. Lögreglan harmar umræddan atburð og vill koma innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins. Fréttatilkynningu lögreglunnar má lesa í heild sinni hér:Fréttatilkynning frá ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Um klukkan 03.00 var lögreglu tilkynnt um háværa hvelli sem bærust frá íbúð í Hraunbæ. Almennir lögreglumenn voru sendir á staðinn til að kanna málið. Sérsveitarmenn voru sendir þeim til aðstoðar. Þegar lögreglan reyndi að hafa samband við íbúa og fékk ekki svar var hurðin að íbúðinni opnuð og sérsveitarmenn með hlífðarbúnaði ætluðu að kalla inn í íbúðina var skotið á þá úr haglabyssu. SKotið lenti í skildi sérsveitarmanns sem kastaðist við það aftur og féll niður stiga. Lögreglan dró sig til baka og kallaði var út aukinn liðsstyrkur. Því næst var farið í að rýma íbúðir við stigaganginn og koma almennu lögreglumönnunum út um klukkan 5.00. Auk þess sem sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang til öryggis. Þegar því var lokið og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við íbúann og í ljósi almannahættu vegna fólks sem væri á ferli í nágrenni hússins var ákveðið að reyna að yfirbuga viðkomandi með beitingu gasvopna. Sú aðgerð hófst um klukkan 6.00. Það næsta sem gerist er að viðkomandi hefur að skjóta úr glugga íbúðarinnar. Ekki var að fullu ljóst hvort beiting gasvopna hafi haft fullnægjandi áhrif en í slíkum tilfellum að viðkomandi kemur ekki út úr gasmettuðu rými geta lögreglumenn þurft að sækja viðkomandi inn. Er sérsveitarmenn fóru inn í íbúðina skaut viðkomandi nokkrum skotum að sérsveitarmönnum og hitti höfuð sérsveitarmanns sem féll við auk þess sem skot fóru framhjá höfðum annarra. Á þeirri stundu beitti sérsveitin skotvopnum til þess að yfirbuga viðkomandi og særði hann. Sérsveitarmenn hófu þegar lífsbjargandi aðgerðir og kallað var eftir bráðatæknum SHS sem voru nærtækir. Hann var strax fluttur á slysadeild. Hann var síðan úrskurðaður látinn. Meiðsli lögreglumannana reyndust ekki alvarleg og ljóst að hlífðarbúnaður þeirra kom í veg fyrir mjög alvarlegan skaða. Þá er ljóst að almennir lögreglumenn sem fóru fyrst á staðinn voru í mikilli hættu. Við fyrstu sýn verður ekki betur séð að sérsveitarmennirnir hafi farið eftir verklagsreglum en ríkissaksóknari hefur tekið við rannsókn málsins. Lögreglan harmar umræddan atburð og vill koma innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Byssumaðurinn í Hraunbænum lét skotum rigna yfir sérsveitarmenn lögreglunnar þegar þeir gerðu tilraun til að ryðjast inn í íbúðina. Byssumaðurinn hitti einn sérsveitarmann í höfuðið og skotin flugu framhjá höfðum annarra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn skaut einnig út um glugga á íbúðinni. Lögreglan notaði gasvopn án árangurs. Lögreglan harmar umræddan atburð og vill koma innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins. Fréttatilkynningu lögreglunnar má lesa í heild sinni hér:Fréttatilkynning frá ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Um klukkan 03.00 var lögreglu tilkynnt um háværa hvelli sem bærust frá íbúð í Hraunbæ. Almennir lögreglumenn voru sendir á staðinn til að kanna málið. Sérsveitarmenn voru sendir þeim til aðstoðar. Þegar lögreglan reyndi að hafa samband við íbúa og fékk ekki svar var hurðin að íbúðinni opnuð og sérsveitarmenn með hlífðarbúnaði ætluðu að kalla inn í íbúðina var skotið á þá úr haglabyssu. SKotið lenti í skildi sérsveitarmanns sem kastaðist við það aftur og féll niður stiga. Lögreglan dró sig til baka og kallaði var út aukinn liðsstyrkur. Því næst var farið í að rýma íbúðir við stigaganginn og koma almennu lögreglumönnunum út um klukkan 5.00. Auk þess sem sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang til öryggis. Þegar því var lokið og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við íbúann og í ljósi almannahættu vegna fólks sem væri á ferli í nágrenni hússins var ákveðið að reyna að yfirbuga viðkomandi með beitingu gasvopna. Sú aðgerð hófst um klukkan 6.00. Það næsta sem gerist er að viðkomandi hefur að skjóta úr glugga íbúðarinnar. Ekki var að fullu ljóst hvort beiting gasvopna hafi haft fullnægjandi áhrif en í slíkum tilfellum að viðkomandi kemur ekki út úr gasmettuðu rými geta lögreglumenn þurft að sækja viðkomandi inn. Er sérsveitarmenn fóru inn í íbúðina skaut viðkomandi nokkrum skotum að sérsveitarmönnum og hitti höfuð sérsveitarmanns sem féll við auk þess sem skot fóru framhjá höfðum annarra. Á þeirri stundu beitti sérsveitin skotvopnum til þess að yfirbuga viðkomandi og særði hann. Sérsveitarmenn hófu þegar lífsbjargandi aðgerðir og kallað var eftir bráðatæknum SHS sem voru nærtækir. Hann var strax fluttur á slysadeild. Hann var síðan úrskurðaður látinn. Meiðsli lögreglumannana reyndust ekki alvarleg og ljóst að hlífðarbúnaður þeirra kom í veg fyrir mjög alvarlegan skaða. Þá er ljóst að almennir lögreglumenn sem fóru fyrst á staðinn voru í mikilli hættu. Við fyrstu sýn verður ekki betur séð að sérsveitarmennirnir hafi farið eftir verklagsreglum en ríkissaksóknari hefur tekið við rannsókn málsins. Lögreglan harmar umræddan atburð og vill koma innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira