Bílasala 40% minni í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2013 13:30 Toyota Yaris var söluhæsti bíll nóvembermánaðar en 22 slíkir seldust hérlendis. Samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu hefur sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 30. nóvember dregist saman um 5,4% miðað við sama tímabil árið 2012 en fjöldi nýskráðra fólksbíla á þessu tímabili eru 6.984 bílar. Er það fækkun í nýskráningum um 402 bíla miðað við sama tímabil árið 2012. Frá 1. nóvember til 30. nóvember sl. voru nýskráðir 299 fólksbílar og er það fækkun um 197 bíla, eða 39,7% miðað við sama mánuð árið 2012. Frá ágúst sl. hefur sala á nýjum bílum dregist verulega saman og ljóst er að árið mun valda miklum vonbrigðum hvað varða sölu nýrra bíla. Bílafloti landsmanna heldur áfram að eldast og erum við komin með einn elsta bílaflota í Evrópu sem ekki getur talist eftirsóknarvert með tilliti til mengunar og öryggis. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent
Samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu hefur sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 30. nóvember dregist saman um 5,4% miðað við sama tímabil árið 2012 en fjöldi nýskráðra fólksbíla á þessu tímabili eru 6.984 bílar. Er það fækkun í nýskráningum um 402 bíla miðað við sama tímabil árið 2012. Frá 1. nóvember til 30. nóvember sl. voru nýskráðir 299 fólksbílar og er það fækkun um 197 bíla, eða 39,7% miðað við sama mánuð árið 2012. Frá ágúst sl. hefur sala á nýjum bílum dregist verulega saman og ljóst er að árið mun valda miklum vonbrigðum hvað varða sölu nýrra bíla. Bílafloti landsmanna heldur áfram að eldast og erum við komin með einn elsta bílaflota í Evrópu sem ekki getur talist eftirsóknarvert með tilliti til mengunar og öryggis.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent