11 nýir framhjóladrifnir BMW- og Mini bílar Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2013 10:30 BMW Concept Active Tourer tilraunabíllinn. BMW hefur fram að þessu verið þekkt fyrir framleiðslu afturhjóladrifinna bíla, auk bíla með drifi á öllum hjólum. Nýverið hefur BMW þó tekið upp framleiðslu bíla með framhjóladrifi og ekki ætlar að verða lát á því á næstunni því fyrirtækið hefur tilkynnt um 11 nýja bíla með framhjóladrifi, en allir eiga þeir það sameiginlegt að vera af minni gerðinni. Allir fá þeir nýja UKL undirvagninn sem hannaður er eingöngu fyrir framhjóladrif. Verða allir þessir bílar byggðir á framleiðslu BMW Concept Active Tourer tilraunabílnum. Það verða bæði BMW- og Mini bílar sem fá þennan undirvagn og af Mini bílum verða Mini Cooper blæjubíllinn, Mini Cooper Clubman og Mini Cooper Hatchback þannig búnir. BMW 1 bíllinn verður einnig með framhjóladrifi, sem og BMW Gran Turismo Hatchback. Þá verða BMW 3 og BMW 5 bílar einnig í boði með framhjóladrifi, auk afturhjóladrifinna slíkra bíla. Jepplingurinn BMW X1 verður einnig í boði með framhjóladrifi og heimildir herma að BMW sé einnig að vinna að enn minni jepplingi sem fær sama undirvagn. Á hann að keppa við nýjan Audi Q1. Einnig vinnur BMW að smíði Mini sportbíls sem keppa á við Mazda MX-5 og sá fær einnig framhjóladrif. Mazda MX-5 bíllinn er þó afturhjóladrifinn, eins og flestir sportbílar. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent
BMW hefur fram að þessu verið þekkt fyrir framleiðslu afturhjóladrifinna bíla, auk bíla með drifi á öllum hjólum. Nýverið hefur BMW þó tekið upp framleiðslu bíla með framhjóladrifi og ekki ætlar að verða lát á því á næstunni því fyrirtækið hefur tilkynnt um 11 nýja bíla með framhjóladrifi, en allir eiga þeir það sameiginlegt að vera af minni gerðinni. Allir fá þeir nýja UKL undirvagninn sem hannaður er eingöngu fyrir framhjóladrif. Verða allir þessir bílar byggðir á framleiðslu BMW Concept Active Tourer tilraunabílnum. Það verða bæði BMW- og Mini bílar sem fá þennan undirvagn og af Mini bílum verða Mini Cooper blæjubíllinn, Mini Cooper Clubman og Mini Cooper Hatchback þannig búnir. BMW 1 bíllinn verður einnig með framhjóladrifi, sem og BMW Gran Turismo Hatchback. Þá verða BMW 3 og BMW 5 bílar einnig í boði með framhjóladrifi, auk afturhjóladrifinna slíkra bíla. Jepplingurinn BMW X1 verður einnig í boði með framhjóladrifi og heimildir herma að BMW sé einnig að vinna að enn minni jepplingi sem fær sama undirvagn. Á hann að keppa við nýjan Audi Q1. Einnig vinnur BMW að smíði Mini sportbíls sem keppa á við Mazda MX-5 og sá fær einnig framhjóladrif. Mazda MX-5 bíllinn er þó afturhjóladrifinn, eins og flestir sportbílar.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent