Honda hættir framleiðslu Insight Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2013 12:30 Honda Insight Honda hóf framleiðslu tvinnbílsins Insight í samkeppni við Toyota Prius og setti hann á markað árið 2009. Hann hefur aldrei selst vel og fékk svo til alls staðar dræmar móttökur. Hann var aðeins ódýrari en Prius, en ekki eins rúmgóður og eyðslugrannur. Honda hefur engin plön um að koma fram með 2015 árgerð af bílnum og því eru dagar hans brátt taldir og 2014 árgerðin, sem nú er á markaði verður sú síðasta. Honda hefur náð meiri árangri með tvinnútgáfuna af Civic bílnum, enda mun fallegri bíll. Tvinnbíllinn Honda Civic (Hybrid) seldist í 1.031 eintaki í nóvember í Bandaríkjunum, en aðeins 402 af Honda Insight. Enn einn tvinnbíll Honda er svo Accord Hybrid, en ekki er hægt að segja að neinn þeirra seljist í skipsförmum. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent
Honda hóf framleiðslu tvinnbílsins Insight í samkeppni við Toyota Prius og setti hann á markað árið 2009. Hann hefur aldrei selst vel og fékk svo til alls staðar dræmar móttökur. Hann var aðeins ódýrari en Prius, en ekki eins rúmgóður og eyðslugrannur. Honda hefur engin plön um að koma fram með 2015 árgerð af bílnum og því eru dagar hans brátt taldir og 2014 árgerðin, sem nú er á markaði verður sú síðasta. Honda hefur náð meiri árangri með tvinnútgáfuna af Civic bílnum, enda mun fallegri bíll. Tvinnbíllinn Honda Civic (Hybrid) seldist í 1.031 eintaki í nóvember í Bandaríkjunum, en aðeins 402 af Honda Insight. Enn einn tvinnbíll Honda er svo Accord Hybrid, en ekki er hægt að segja að neinn þeirra seljist í skipsförmum.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent