Honda hættir framleiðslu Insight Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2013 12:30 Honda Insight Honda hóf framleiðslu tvinnbílsins Insight í samkeppni við Toyota Prius og setti hann á markað árið 2009. Hann hefur aldrei selst vel og fékk svo til alls staðar dræmar móttökur. Hann var aðeins ódýrari en Prius, en ekki eins rúmgóður og eyðslugrannur. Honda hefur engin plön um að koma fram með 2015 árgerð af bílnum og því eru dagar hans brátt taldir og 2014 árgerðin, sem nú er á markaði verður sú síðasta. Honda hefur náð meiri árangri með tvinnútgáfuna af Civic bílnum, enda mun fallegri bíll. Tvinnbíllinn Honda Civic (Hybrid) seldist í 1.031 eintaki í nóvember í Bandaríkjunum, en aðeins 402 af Honda Insight. Enn einn tvinnbíll Honda er svo Accord Hybrid, en ekki er hægt að segja að neinn þeirra seljist í skipsförmum. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent
Honda hóf framleiðslu tvinnbílsins Insight í samkeppni við Toyota Prius og setti hann á markað árið 2009. Hann hefur aldrei selst vel og fékk svo til alls staðar dræmar móttökur. Hann var aðeins ódýrari en Prius, en ekki eins rúmgóður og eyðslugrannur. Honda hefur engin plön um að koma fram með 2015 árgerð af bílnum og því eru dagar hans brátt taldir og 2014 árgerðin, sem nú er á markaði verður sú síðasta. Honda hefur náð meiri árangri með tvinnútgáfuna af Civic bílnum, enda mun fallegri bíll. Tvinnbíllinn Honda Civic (Hybrid) seldist í 1.031 eintaki í nóvember í Bandaríkjunum, en aðeins 402 af Honda Insight. Enn einn tvinnbíll Honda er svo Accord Hybrid, en ekki er hægt að segja að neinn þeirra seljist í skipsförmum.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent