Innlent

Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Stefán Blackburn, Stefán Logi Sívarsson, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson.
Stefán Blackburn, Stefán Logi Sívarsson, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson. mynd/GVA
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur.

Annar brotaþola í málinu krafðist þess að ákærðu yrði vikið úr dómsal meðan hann gæfi skýrslu. Hann telur það vera sér mjög þungbært að gefa skýrslu að viðstöddum ákærðu og vísaði til ákæru máli sínu til stuðnings.

Hann lagði meðal annars fram vottorð sálfræðings sem hann hefur leitað til vegna andlegrar vanlíðunar sem hann rekur til þess sem greint er frá í ákæru. Hann kvaðst hafa fengið áfallahjálp í kjölfar þess sem um getur í ákærunni.

Í vottorði sálfræðings kemur fram að brotaþoli hafi upplifað talsverða vanlíðan sem birtist í kvíða, depurð og angist. Þá sæki minningar um atburðinn á hann og komi honum í uppnám og aukist þetta eftir því sem nær dregur aðalmeðferð.

Ákærðu í málinu eru Stefán Logi Sívarsson, Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason  og Gísli Þór Gunnarsson.

Þeir eru ákærðir ákærðir fyrir frelsissviptingar og hrottalegra líkamsárása á tvo menn.

Ákærðu er gefið að sök að hafa numið mennina á brott í Reykjavík og haldið þeim og pyntað þá í húsum á höfuðborgarsvæðinu. Annar maðurinn náði að flýja eftir að hann hafði verið fluttur í hús á Stokkseyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×