Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2013 10:32 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. „Það hefur ítrekað komið fram að ég hafi verið ráðgjafi fyrir þetta handrit, ég skulda Julian engin svör,“ segir Birgitta við fréttastofuna. Birgitta segist aldrei hafa séð né heyrt um hljóðritanir úr símkerfi Alþingis og veit ekki til þess að þær séu til.Enginn fótur fyrir ásökunum um hleranir Alþingis Birgitta gaf í skyn á Twitter að hún hefði varið gærdeginum í að svara fyrir ásakanir um hleranir á símum Alþingis, sem enginn fótur væri fyrir og væri aðeins innistæðulaust mont af hálfu Assange, stofnanda samtakanna. Birgitta beindi spurningu til Julian Assange og spurði hvort honum leiddist í sendiráðinu, en Assange hefur aðsetur í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Birgitta segist ekki vera í neinu skapi til að svara aðdróttunum um greiðslur frá kvikmyndaverum.Grobb vegna gagna sem eru ekki til Þá segir Birgitta Wikileaks gorta vegna gagna sem samtökin hafi aldrei haft undir höndum. Þess ber að geta að aldrei hafa nein gögn birst um þessi hleruðu símtöl hjá Alþingi. Þá efast embættismenn, bæði hjá lögreglu og víðar í stjórnkerfinu, um að þessi gögn séu yfirleitt til. Þessi sjónarmið hafa komið fram í samtölum fréttamanna Stöðvar 2 og Vísis við embættismenn í gær og í dag. Velta má fyrir sér hvers vegna Wikileaks hefur ekki birt gögnin þar sem talsvert langt er liðið síðan hinar meintu hleranir á símum þingmanna áttu sér stað.Fékkstu greitt frá Dreamworks? „Já, ég fékk greitt frá Dreamworks. Ég vann sem ráðgjafi við handritsgerð. Það var aðallega til þess að rétta hlut Julian Assange. Það fór öll mín orka í það að tryggja að ekki yrði á hann hallað í myndinni. Það er fullt af þingmönnum sem vinna við ráðgjöf og kennslu. Mér er ekki skylt að birta samninga. Ég hef aldrei neitað því að vera með samning við Dreamworks.“Voru þetta háar fjárhæðir sem þú fékkst? „Þetta voru meðalfjárhæðir miðað við þessa vinnu.“ Birgitta telur sig ekki hafa skyldu til að birta samninga vegna fjárhagslegra einkamálefna sinna. Þingmaðurinn hefur ekki birt tekjur frá Wikileaks á síðu um hagsmunaskráningu á vef Alþingis. Birgitta sakar Wikileaks um hræsni því Wikileaks hafi aldrei upplýst um greiðslur frá almenningi. Þannig sé fjármögnun samtakanna mjög ógagnsæ.[View the story "Samskipti Birgittu og Julian Assange" on Storify] Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. „Það hefur ítrekað komið fram að ég hafi verið ráðgjafi fyrir þetta handrit, ég skulda Julian engin svör,“ segir Birgitta við fréttastofuna. Birgitta segist aldrei hafa séð né heyrt um hljóðritanir úr símkerfi Alþingis og veit ekki til þess að þær séu til.Enginn fótur fyrir ásökunum um hleranir Alþingis Birgitta gaf í skyn á Twitter að hún hefði varið gærdeginum í að svara fyrir ásakanir um hleranir á símum Alþingis, sem enginn fótur væri fyrir og væri aðeins innistæðulaust mont af hálfu Assange, stofnanda samtakanna. Birgitta beindi spurningu til Julian Assange og spurði hvort honum leiddist í sendiráðinu, en Assange hefur aðsetur í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Birgitta segist ekki vera í neinu skapi til að svara aðdróttunum um greiðslur frá kvikmyndaverum.Grobb vegna gagna sem eru ekki til Þá segir Birgitta Wikileaks gorta vegna gagna sem samtökin hafi aldrei haft undir höndum. Þess ber að geta að aldrei hafa nein gögn birst um þessi hleruðu símtöl hjá Alþingi. Þá efast embættismenn, bæði hjá lögreglu og víðar í stjórnkerfinu, um að þessi gögn séu yfirleitt til. Þessi sjónarmið hafa komið fram í samtölum fréttamanna Stöðvar 2 og Vísis við embættismenn í gær og í dag. Velta má fyrir sér hvers vegna Wikileaks hefur ekki birt gögnin þar sem talsvert langt er liðið síðan hinar meintu hleranir á símum þingmanna áttu sér stað.Fékkstu greitt frá Dreamworks? „Já, ég fékk greitt frá Dreamworks. Ég vann sem ráðgjafi við handritsgerð. Það var aðallega til þess að rétta hlut Julian Assange. Það fór öll mín orka í það að tryggja að ekki yrði á hann hallað í myndinni. Það er fullt af þingmönnum sem vinna við ráðgjöf og kennslu. Mér er ekki skylt að birta samninga. Ég hef aldrei neitað því að vera með samning við Dreamworks.“Voru þetta háar fjárhæðir sem þú fékkst? „Þetta voru meðalfjárhæðir miðað við þessa vinnu.“ Birgitta telur sig ekki hafa skyldu til að birta samninga vegna fjárhagslegra einkamálefna sinna. Þingmaðurinn hefur ekki birt tekjur frá Wikileaks á síðu um hagsmunaskráningu á vef Alþingis. Birgitta sakar Wikileaks um hræsni því Wikileaks hafi aldrei upplýst um greiðslur frá almenningi. Þannig sé fjármögnun samtakanna mjög ógagnsæ.[View the story "Samskipti Birgittu og Julian Assange" on Storify]
Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira