Honda, Benz, Toyota og Lexus bestir í endursölu Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2013 10:30 Honda bílar halda verði sínu vel. Ár hvert rannsakar ALG í Bandaríkjunum hvaða bílar falla minnst í verði á fyrstu 3 árum þeirra. Þeir bílar sem falla minnst í verði hljóta fyrir vikið Residual Value Awards frá ALG. Í flokki magnsölubíla varð Honda efst og Toyota í næst efsta sæti. Honda náði efsta sætinu annað árið í röð. Í flokki lúxusbíla náði Mercedes Benz efsta sætinu og Acura, lúxusmerki Honda, varð í öðru sæti. Önnur samkonar rannsókn fer fram ár hvert hjá Kelley Blue Book en þar er miðað við verðfall bíla eftir 5 ár. Hjá Kelley Blue Book náði Toyota efsta sætinu og halda Toyota bílar 46,1% af söluverði sínu eftir 5 ár og hafði það hlutfall hækkað um 2,1% frá því í fyrra. Er þetta þriðja árið í röð sem Toyota trónir efst á þeirra lista. Lexus var hæst lúxusbíla hjá Kelley en bílar Lexus halda 45,6% af upprunanlegu verði eftir 5 ár. Í öðru sæti varð Audi. Meðalsöluverð allra notaðra bíla í könnun Kelley var 39,7% af upphaflegu verði. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent
Ár hvert rannsakar ALG í Bandaríkjunum hvaða bílar falla minnst í verði á fyrstu 3 árum þeirra. Þeir bílar sem falla minnst í verði hljóta fyrir vikið Residual Value Awards frá ALG. Í flokki magnsölubíla varð Honda efst og Toyota í næst efsta sæti. Honda náði efsta sætinu annað árið í röð. Í flokki lúxusbíla náði Mercedes Benz efsta sætinu og Acura, lúxusmerki Honda, varð í öðru sæti. Önnur samkonar rannsókn fer fram ár hvert hjá Kelley Blue Book en þar er miðað við verðfall bíla eftir 5 ár. Hjá Kelley Blue Book náði Toyota efsta sætinu og halda Toyota bílar 46,1% af söluverði sínu eftir 5 ár og hafði það hlutfall hækkað um 2,1% frá því í fyrra. Er þetta þriðja árið í röð sem Toyota trónir efst á þeirra lista. Lexus var hæst lúxusbíla hjá Kelley en bílar Lexus halda 45,6% af upprunanlegu verði eftir 5 ár. Í öðru sæti varð Audi. Meðalsöluverð allra notaðra bíla í könnun Kelley var 39,7% af upphaflegu verði.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent