Heimskulegasti bíll LA Auto Show Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2013 08:45 Youabian Puma er hræðilega stór og ljótur. Bandaríkjamenn er þekktir fyrir ást sína á stórum bílum. Því er erfitt að ímynda sér að bíll sem þessi væri sýndur annarsstaðar en einmitt þar. Þetta skrímsli, sem heitir Youabian Puma, er 6,15 metrar á lengd og 2,36 metrar á breidd. Það telst ógnarstór bíll, en samt er hann aðeins fyrir 4 farþega. Puma er nú til sýnis á bílasýningunni í Los Angeles og vekur meiri furðu en aðdáun, enda þykir flestum hann forljótur og alger tímaskekkja nú á tímum síminnkandi og eyðslugrannra bíla. Puma er á 44 tommu dekkjum og 20 tommu felgurnar virka því agnarsmáar. Slæmt þykir að þrátt fyrir sína ógnarstærð er hann alls ekki rúmur að innan og er því sannarlega eitt hönnunarslys. Bíllinn er með 7,2 lítra 505 hestafla V8 vél frá GM og 5,9 sekúndur í hundraðið. Ekki kemur það á óvart að hann eyðir um 17 lítrum á hundraðið í innanbæjarakstri. Kannski er það allra versta við þennan bíl óupptalið, en það er verð hans. Hann kostar 134 milljónir króna og væri því líklega á um kvartmilljarð hingað til Íslands kominn. Hrikalega stór dekk. Athyglivert ófríður að aftan. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent
Bandaríkjamenn er þekktir fyrir ást sína á stórum bílum. Því er erfitt að ímynda sér að bíll sem þessi væri sýndur annarsstaðar en einmitt þar. Þetta skrímsli, sem heitir Youabian Puma, er 6,15 metrar á lengd og 2,36 metrar á breidd. Það telst ógnarstór bíll, en samt er hann aðeins fyrir 4 farþega. Puma er nú til sýnis á bílasýningunni í Los Angeles og vekur meiri furðu en aðdáun, enda þykir flestum hann forljótur og alger tímaskekkja nú á tímum síminnkandi og eyðslugrannra bíla. Puma er á 44 tommu dekkjum og 20 tommu felgurnar virka því agnarsmáar. Slæmt þykir að þrátt fyrir sína ógnarstærð er hann alls ekki rúmur að innan og er því sannarlega eitt hönnunarslys. Bíllinn er með 7,2 lítra 505 hestafla V8 vél frá GM og 5,9 sekúndur í hundraðið. Ekki kemur það á óvart að hann eyðir um 17 lítrum á hundraðið í innanbæjarakstri. Kannski er það allra versta við þennan bíl óupptalið, en það er verð hans. Hann kostar 134 milljónir króna og væri því líklega á um kvartmilljarð hingað til Íslands kominn. Hrikalega stór dekk. Athyglivert ófríður að aftan.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent