Nýr Subaru WRX fær misjafnar móttökur Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2013 10:30 Nýr Subaru WRX er ekki mjög grimmur að sjá. Subaru kynnir nú nýja kynslóð WRX sportbílsins á bílasýningunni í Los Angeles. Afar skiptar skoðanir eru um útlit hans og eru reyndar flestir á því að útlit hans valdi vonbrigðum. Fyrri gerðir hans, sérstaklega þær fyrstu þóttu mikið fyrir augað og í takti við mikið afl hans. Þessi bíll hefur verið draumur ungra ökumanna sem vilja geta sprett úr spori án þess að borga mikið fyrir bíl. Nýi bíllinn er sannarlega öflugur og sendir 268 hestöfl til allra hjólanna og er 5,4 sekúndur í hundraðið. Hann verður aðeins boðinn í sedan útfærslu en fyrri gerðir hans voru bæði boðnar þannig og í stallbaksútfærslu. Nýi bíllinn þykir alltof hófstilltur í útliti og líta út eins og hver annar fólksbíll þrátt fyrir að þar fari úlfur í sauðargæru. Felgur bílsins þykja of smár og brettaumgerðin þykir ekki eins grimm og bínum sæmir og sama á við um vindkljúfa bílsins. Eins og saklaus fólksbíll. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent
Subaru kynnir nú nýja kynslóð WRX sportbílsins á bílasýningunni í Los Angeles. Afar skiptar skoðanir eru um útlit hans og eru reyndar flestir á því að útlit hans valdi vonbrigðum. Fyrri gerðir hans, sérstaklega þær fyrstu þóttu mikið fyrir augað og í takti við mikið afl hans. Þessi bíll hefur verið draumur ungra ökumanna sem vilja geta sprett úr spori án þess að borga mikið fyrir bíl. Nýi bíllinn er sannarlega öflugur og sendir 268 hestöfl til allra hjólanna og er 5,4 sekúndur í hundraðið. Hann verður aðeins boðinn í sedan útfærslu en fyrri gerðir hans voru bæði boðnar þannig og í stallbaksútfærslu. Nýi bíllinn þykir alltof hófstilltur í útliti og líta út eins og hver annar fólksbíll þrátt fyrir að þar fari úlfur í sauðargæru. Felgur bílsins þykja of smár og brettaumgerðin þykir ekki eins grimm og bínum sæmir og sama á við um vindkljúfa bílsins. Eins og saklaus fólksbíll.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent