Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 23-25 Kristinn Páll Teitsson í Vodafonehöllinni skrifar 21. nóvember 2013 12:35 FH-ingar unnu sterkan 25-23 sigur á Valsmönnum í Vodafone höllinni í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. Góður kafli í fyrri hálfleik gaf FH-ingum forystu sem þeir misstu aldrei það sem eftir lifði leiks. Báðum liðunum var spáð góðu gengi á tímabilinu og má búast við að þau verði bæði að berjast um titilinn í lok tímabils. Valsmenn gátu með sigri jafnað FH-inga að stigum í öðru sæti en með sigri gátu FH-ingar tyllt sér á toppinn. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og voru með 5-3 forystu þegar Einar Andri Einarsson, þjálfari FH tók leikhlé á áttundu mínútu. Það virtist vera vakningin sem FH liðið þurfti, þeir skoruðu ellefu mörk gegn þremur á næstu tuttugu mínútum hálfleiksins og náðu mest sex marka forskoti. Tvö hraðaupphlaupsmörk undir lok hálfleiksins minnkuðu muninn niður í fjögur mörk fyrir Valsmenn í í stöðunni 10-14 áður en flautað var til hálfleiks. Valsmenn náðu nokkrum sinnum að minnka muninn niður í tvö mörk í seinni hálfleik en lengra komust þeir ekki. FH-ingar unnu að lokum mikilvægan sigur sem kemur þeim upp í toppsæti Olís-deildarinnar. Hlynur Morthens átti flottan leik í markinu hjá heimamönnum með 18 varin skot, þar af tvö víti. Hinumegin á vellinum átti Daníel Freyr Andrésson að vanda góðan leik með 20 varin skot. Einar Andri: Danni gefur strákunum sjálfstraust„Þetta var mjög góður dagur fyrir okkur FH-inga, við spiluðum vel á flestum sviðum í leiknum í dag. Sóknin var í lagi á meðan vörnin og markvarslan var flott í dag," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir leikinn. Gestirnir voru lengi af stað í Vodafone höllinni, Valsliðið náði 5-3 forskoti eftir átta mínútur. Við tók hinsvegar góður kafli þar sem Valsmenn náðu aðeins að skora þrjú mörk á tuttugu mínútum og FH-ingar náðu góðu forskoti. „Við vorum of ákafir í byrjun leiks, við vorum bæði að skjóta of snemma og að rjúka of mikið út í mennina í varnarleiknum. Við stilltum okkur af, færðum okkur aftar og náðum tökum á leiknum." „Við náðum að loka vörninni og Danni fór að verja. Við náðum tveimur hraðaupphlaupum og sóknarleikurinn gekk betur. Það var virkilega góður kafli og við náðum forskoti sem þeir náðu aldrei að jafna," Varnarleikur liðsins hefur verið flottur á tímabilinu og varði hávörn FH-inga mörg skot heimamanna í leiknum. „Danni gefur þeim sjálfstraust því hann hirðir boltana fljótt upp. Strákarnir eru að spila frábærlega þarna í miðri vörninni og vörnin er að virka mjög vel. Andri er auðvitað grjótharður og Ísak hefur verið að spila mjög vel," sagði Einar að lokum. Ólafur: Eigum að geta stjórnað þessu betur„Ég hefði átt von á okkur sterkari en við erum ekki sterkari en andstæðingurinn leyfir," sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals eftir leikinn. „Þeir leyfðu okkur ekki meira en þetta í þetta skiptið. Það skiptir hinsvegar ekki öllu máli, á heimavelli eigum við að geta stjórnað þessu betur," Valsliðið var á ágætis skriði fyrir tapið í kvöld, þrír sigurleikir og eitt jafntefli í síðustu fjórum leikjum. „Við erum búnir að vera á ágætis rönni síðustu leiki en við misstum dampinn í dag. Sókninn var hikstandi allan tímann og við erum eiginlega á byrjunarreit þar. Sóknarleikurinn var mjög slakur í kvöld," Miklar breytingar voru á Valsliðinu fyrir tímabilið á meðan FH-ingar hafa flestir spilað saman lengi. „FH liðið er mjög vel samstillt lið, skemmtilegir strákar og klókir. Þeir áttu skilið að sigra þetta, þeir voru ákveðnari í leiknum þótt við höfum fengið ágætis færi að stela einhverju í lokin," Daníel: Erum að ná vel saman„Þetta var planið, leikskipulagið gekk upp í dag," sagði Daníel Freyr Andrésson, markmaður FH eftir leikinn. „Við lögðum upp með að spila sterka vörn og sóknin var góð í dag, sóknarleikurinn er að verða betri og betri með hverjum leik," FH-ingar voru lengi af stað í leiknum og vöknuðu ekki til lífs fyrr en eftir tæplega tíu mínútna leik. „Ég veit ekki afhverju við byrjuðum alveg á hælunum, við fengum á okkur fimm mörk snemma leiks. Eftir að við byrjuðum að spila almennilega vörn náðum við forskoti sem við héldum út leikinn," „Við náðum alveg að loka markinu og sóknarleikurinn okkar er svo stabíll, við fáum alltaf mörk. Í þau skipti sem þeir ógnuðu forskotinu gáfum við einfaldlega aftur í," Daníel var þakklátur fyrir varnarleik sinna manna, hávörn FH-inga var til fyrirmyndar og tók mörg skot í leiknum. „Það er gríðarlega mikilvægt, þeir eru allir búnir að vera gríðarlega góðir í vetur. Ísak og Andri hafa verið sérstaklega góðir í miðjunni sem auðveldar mér lífið. Við höfum verið að ná vel saman í vetur," sagði Daníel. Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
FH-ingar unnu sterkan 25-23 sigur á Valsmönnum í Vodafone höllinni í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. Góður kafli í fyrri hálfleik gaf FH-ingum forystu sem þeir misstu aldrei það sem eftir lifði leiks. Báðum liðunum var spáð góðu gengi á tímabilinu og má búast við að þau verði bæði að berjast um titilinn í lok tímabils. Valsmenn gátu með sigri jafnað FH-inga að stigum í öðru sæti en með sigri gátu FH-ingar tyllt sér á toppinn. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og voru með 5-3 forystu þegar Einar Andri Einarsson, þjálfari FH tók leikhlé á áttundu mínútu. Það virtist vera vakningin sem FH liðið þurfti, þeir skoruðu ellefu mörk gegn þremur á næstu tuttugu mínútum hálfleiksins og náðu mest sex marka forskoti. Tvö hraðaupphlaupsmörk undir lok hálfleiksins minnkuðu muninn niður í fjögur mörk fyrir Valsmenn í í stöðunni 10-14 áður en flautað var til hálfleiks. Valsmenn náðu nokkrum sinnum að minnka muninn niður í tvö mörk í seinni hálfleik en lengra komust þeir ekki. FH-ingar unnu að lokum mikilvægan sigur sem kemur þeim upp í toppsæti Olís-deildarinnar. Hlynur Morthens átti flottan leik í markinu hjá heimamönnum með 18 varin skot, þar af tvö víti. Hinumegin á vellinum átti Daníel Freyr Andrésson að vanda góðan leik með 20 varin skot. Einar Andri: Danni gefur strákunum sjálfstraust„Þetta var mjög góður dagur fyrir okkur FH-inga, við spiluðum vel á flestum sviðum í leiknum í dag. Sóknin var í lagi á meðan vörnin og markvarslan var flott í dag," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir leikinn. Gestirnir voru lengi af stað í Vodafone höllinni, Valsliðið náði 5-3 forskoti eftir átta mínútur. Við tók hinsvegar góður kafli þar sem Valsmenn náðu aðeins að skora þrjú mörk á tuttugu mínútum og FH-ingar náðu góðu forskoti. „Við vorum of ákafir í byrjun leiks, við vorum bæði að skjóta of snemma og að rjúka of mikið út í mennina í varnarleiknum. Við stilltum okkur af, færðum okkur aftar og náðum tökum á leiknum." „Við náðum að loka vörninni og Danni fór að verja. Við náðum tveimur hraðaupphlaupum og sóknarleikurinn gekk betur. Það var virkilega góður kafli og við náðum forskoti sem þeir náðu aldrei að jafna," Varnarleikur liðsins hefur verið flottur á tímabilinu og varði hávörn FH-inga mörg skot heimamanna í leiknum. „Danni gefur þeim sjálfstraust því hann hirðir boltana fljótt upp. Strákarnir eru að spila frábærlega þarna í miðri vörninni og vörnin er að virka mjög vel. Andri er auðvitað grjótharður og Ísak hefur verið að spila mjög vel," sagði Einar að lokum. Ólafur: Eigum að geta stjórnað þessu betur„Ég hefði átt von á okkur sterkari en við erum ekki sterkari en andstæðingurinn leyfir," sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals eftir leikinn. „Þeir leyfðu okkur ekki meira en þetta í þetta skiptið. Það skiptir hinsvegar ekki öllu máli, á heimavelli eigum við að geta stjórnað þessu betur," Valsliðið var á ágætis skriði fyrir tapið í kvöld, þrír sigurleikir og eitt jafntefli í síðustu fjórum leikjum. „Við erum búnir að vera á ágætis rönni síðustu leiki en við misstum dampinn í dag. Sókninn var hikstandi allan tímann og við erum eiginlega á byrjunarreit þar. Sóknarleikurinn var mjög slakur í kvöld," Miklar breytingar voru á Valsliðinu fyrir tímabilið á meðan FH-ingar hafa flestir spilað saman lengi. „FH liðið er mjög vel samstillt lið, skemmtilegir strákar og klókir. Þeir áttu skilið að sigra þetta, þeir voru ákveðnari í leiknum þótt við höfum fengið ágætis færi að stela einhverju í lokin," Daníel: Erum að ná vel saman„Þetta var planið, leikskipulagið gekk upp í dag," sagði Daníel Freyr Andrésson, markmaður FH eftir leikinn. „Við lögðum upp með að spila sterka vörn og sóknin var góð í dag, sóknarleikurinn er að verða betri og betri með hverjum leik," FH-ingar voru lengi af stað í leiknum og vöknuðu ekki til lífs fyrr en eftir tæplega tíu mínútna leik. „Ég veit ekki afhverju við byrjuðum alveg á hælunum, við fengum á okkur fimm mörk snemma leiks. Eftir að við byrjuðum að spila almennilega vörn náðum við forskoti sem við héldum út leikinn," „Við náðum alveg að loka markinu og sóknarleikurinn okkar er svo stabíll, við fáum alltaf mörk. Í þau skipti sem þeir ógnuðu forskotinu gáfum við einfaldlega aftur í," Daníel var þakklátur fyrir varnarleik sinna manna, hávörn FH-inga var til fyrirmyndar og tók mörg skot í leiknum. „Það er gríðarlega mikilvægt, þeir eru allir búnir að vera gríðarlega góðir í vetur. Ísak og Andri hafa verið sérstaklega góðir í miðjunni sem auðveldar mér lífið. Við höfum verið að ná vel saman í vetur," sagði Daníel.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira