Meira læknadóp í unglingapartíum María Lilja Þrastardóttir skrifar 21. nóvember 2013 18:42 Neyslumynstur ungmenna í skemmtanalífinu virðist vera að breytast hratt og aukin harka virðist vera að færast í fíkniefnaneyslu. Læknadóp ku, í síauknum mæli, vera notað í bland við ólögleg fíkniefni þá ýmist til að lengja áhrif þeirra eða breyta virkni. Í skýrslu OECD sem birt var í dag kom fram að Ísland trónir á toppi þeirra ríkja sem nota hve mest af lyfseðilskyldum lyfjum. Meðfylgjandi mynd var tekin í samkvæmi í vesturborg Reykjavíkur um síðustu helgi þar sem stór hópur ungs fólks var saman kominn. Fréttastofa ráðfærði sig við lyfjafræðing til þess að fá úr því skorið um hvaða lyf væri að ræða. Þau voru eftirfarandi:Oxy-norm eða Oxykontin er náttúrulegur ópíum-alkaló-íði. Lyfið hefur áhrif á miðtaugakerfið og hindrar að sársaukaboð berist þangað. Það hefur því aðallega verkjastillandi og róandi áhrif. Örfáir einstaklingar fá lyfinu ávísað á íslandi vegna styrkleika þess en það er oftast gefið krabbameinssjúklingum. Mogadon og Stesolid eru flogaveikislyf og því vöðvaslakandi og róandi. Lyfin eru notuð með örfandi efnum líkt og kókaíni og lengir þar með virkun þess síðarnefnda.E-pillurKókaínMariuana- grasFlunitrazepam er einnig þekkt undir öðru nafni, rohypnol. Parkódín forte. Fréttastofa ræddi við fjölda ungmenna á aldrinum 19-25 ára í dag sem vildu öll kannast við þennan nýja veruleika. Þau sögðu að algengust væri neysla mdma eða e-taflna á meðal jafnaldra þeirra og einhver þeirra höfðu neytt slíkra lyfja á síðustu vikum. Sem dæmi um nýjungar í fíkniefnaheiminum nefndu þau svokallað dirty sprite, eða gruggugt sprite, sem blandað er með kódeini. Drykkurinn á fyrirmynd í rappheiminum, en amerísku hip hop senunni fór neysla á svokölluðum „purple drank“ að verða áberandi upp úr aldamótum. Drykkurinn inniheldur hóstasaft með kódíni sem blandað er í Sprite eða Mountain Dew. Það er þó ekki aðeins í Bandaríkjunum sem neysla á kódínlyfjum virðist vera glamúrvædd í hip hop tónlist heldur má greina slíkt víða innan íslensku rappsenunnar. Meðfylgjandi er myndband frá vinsælli íslenskri rapphljómsveit þar sem meðlimir sveitarinnar eru að blanda meint „dirty sprite“ en það inniheldur Mountain Dew orkudrykk, Sprite og kódínlyf. Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Neyslumynstur ungmenna í skemmtanalífinu virðist vera að breytast hratt og aukin harka virðist vera að færast í fíkniefnaneyslu. Læknadóp ku, í síauknum mæli, vera notað í bland við ólögleg fíkniefni þá ýmist til að lengja áhrif þeirra eða breyta virkni. Í skýrslu OECD sem birt var í dag kom fram að Ísland trónir á toppi þeirra ríkja sem nota hve mest af lyfseðilskyldum lyfjum. Meðfylgjandi mynd var tekin í samkvæmi í vesturborg Reykjavíkur um síðustu helgi þar sem stór hópur ungs fólks var saman kominn. Fréttastofa ráðfærði sig við lyfjafræðing til þess að fá úr því skorið um hvaða lyf væri að ræða. Þau voru eftirfarandi:Oxy-norm eða Oxykontin er náttúrulegur ópíum-alkaló-íði. Lyfið hefur áhrif á miðtaugakerfið og hindrar að sársaukaboð berist þangað. Það hefur því aðallega verkjastillandi og róandi áhrif. Örfáir einstaklingar fá lyfinu ávísað á íslandi vegna styrkleika þess en það er oftast gefið krabbameinssjúklingum. Mogadon og Stesolid eru flogaveikislyf og því vöðvaslakandi og róandi. Lyfin eru notuð með örfandi efnum líkt og kókaíni og lengir þar með virkun þess síðarnefnda.E-pillurKókaínMariuana- grasFlunitrazepam er einnig þekkt undir öðru nafni, rohypnol. Parkódín forte. Fréttastofa ræddi við fjölda ungmenna á aldrinum 19-25 ára í dag sem vildu öll kannast við þennan nýja veruleika. Þau sögðu að algengust væri neysla mdma eða e-taflna á meðal jafnaldra þeirra og einhver þeirra höfðu neytt slíkra lyfja á síðustu vikum. Sem dæmi um nýjungar í fíkniefnaheiminum nefndu þau svokallað dirty sprite, eða gruggugt sprite, sem blandað er með kódeini. Drykkurinn á fyrirmynd í rappheiminum, en amerísku hip hop senunni fór neysla á svokölluðum „purple drank“ að verða áberandi upp úr aldamótum. Drykkurinn inniheldur hóstasaft með kódíni sem blandað er í Sprite eða Mountain Dew. Það er þó ekki aðeins í Bandaríkjunum sem neysla á kódínlyfjum virðist vera glamúrvædd í hip hop tónlist heldur má greina slíkt víða innan íslensku rappsenunnar. Meðfylgjandi er myndband frá vinsælli íslenskri rapphljómsveit þar sem meðlimir sveitarinnar eru að blanda meint „dirty sprite“ en það inniheldur Mountain Dew orkudrykk, Sprite og kódínlyf.
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum