Fótbolti

Götze skoraði í heimkomunni til Dortmund

Götze biðst hér afsökunar á markinu.
Götze biðst hér afsökunar á markinu.
Bayern München virðist ætla að rúlla upp þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Liðið skellti erkifjendunum í Dortmund, 0-3, á útivelli í kvöld.

Bayern er þar með komið með sjö stiga forskot á Dortmund á toppnum. Tapið mikið högg fyrir Dortmund.

Það var markalaust lengi framan af en þá átti Pep Guardiola, þjálfari Bayern, gullskiptingu. Hann setti fyrrum óskason Dortmund, Mario Götze, inn á völlinn og fékk leikmaðurinn heldur betur að heyra það frá áhorfendum.

Það var síðan Götze sem kom Bayern yfir í leiknum. Hann var illa dekkaður í teignum og negldi boltanum með tána í markið. Hann vildi ekki fagna og baðst afsökunar á markinu með því að lyfta upp höndunum. Þetta mark var ekki til að auka vinsældir hans í Dortmund.

Við þetta mark brotnaði lið Dortmund. Robben skoraði gull af marki og Müller innsiglaði sigur Bæjara með marki í lokin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×