Ford Mondeo með sæti úr kókflöskum Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2013 14:45 Flott kókflöskusætin í Ford Mondeo. Með ýmsum hætti er hægt að vera umhverfisvænn og bílafyrirtækin láta ekki sitt á eftir liggja. Einnig er það vel við hæfi að sætin í hinum umhverfisvæna Ford Mondeo Plug-in Hybrid skuli vera úr umhverfisvænum efnum, nánar tiltekið endurunnum kókflöskum. Samt eru þau ári flott. Endurunnu kókflöskurnar eru reyndar lika í hliðarklæðningum bílsins og teppum og hjálpa þar mikið við að deyfa veghljóð. Þetta er í fyrsta skiptið sem endurunnar kókflöskur eru notaðar í bílaframleiðslu og kemur það kannski ekki svo mikið á óvart. Ford segir að þetta sé enn eitt skrefið sem fyrirtækið tekur í átt umhverfisverndar. Sojabaunafroða er einnig notuð í stað svamps í setur sæta bílsins og hefur Ford reyndar gert slíkt frá árinu 2007. Ford segir að notkun kókflaskanna og sojabaunafroðunnar spari margan hráolíulítrann og ef að allir Ford bílar framleiddir í Bandaríkjunum notuðust við slíkt myndu sparast 1,12 milljónir lítra af hráolíu. Hvað þá ef allir bílaframleiðendur heims myndu gera slít hið sama! Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent
Með ýmsum hætti er hægt að vera umhverfisvænn og bílafyrirtækin láta ekki sitt á eftir liggja. Einnig er það vel við hæfi að sætin í hinum umhverfisvæna Ford Mondeo Plug-in Hybrid skuli vera úr umhverfisvænum efnum, nánar tiltekið endurunnum kókflöskum. Samt eru þau ári flott. Endurunnu kókflöskurnar eru reyndar lika í hliðarklæðningum bílsins og teppum og hjálpa þar mikið við að deyfa veghljóð. Þetta er í fyrsta skiptið sem endurunnar kókflöskur eru notaðar í bílaframleiðslu og kemur það kannski ekki svo mikið á óvart. Ford segir að þetta sé enn eitt skrefið sem fyrirtækið tekur í átt umhverfisverndar. Sojabaunafroða er einnig notuð í stað svamps í setur sæta bílsins og hefur Ford reyndar gert slíkt frá árinu 2007. Ford segir að notkun kókflaskanna og sojabaunafroðunnar spari margan hráolíulítrann og ef að allir Ford bílar framleiddir í Bandaríkjunum notuðust við slíkt myndu sparast 1,12 milljónir lítra af hráolíu. Hvað þá ef allir bílaframleiðendur heims myndu gera slít hið sama!
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent