Honda NSX með 3 rafmótora og 2 forþjöppur Finnur Thorlacius skrifar 27. nóvember 2013 10:30 Nýr Honda NSX. Ein venjuleg brunavél fer að verða sjaldséð í bílum og rafmótorar spila æ meira hlutverk í nýrri gerðum þeirra. Þó slá þeir fæstir við næstu gerð Honda NSX sem vopnaður verður einum þremur rafmótorum og að auki tveimur forþjöppum. Samt verður í bílnum 3,5 lítra V6 vél, svo eitthvað ætti hann að komast áfram. NSX-bíllinn verður fjórhjóladrifinn og ný gerð hans kemur árið 2015 eftir 10 ára framleiðsluhlé. Hann verður með tveggja kúplinga skiptingu, en fjöldi gíra er ekki ljós, en líklegt er að hún verði 7 eða 8 þrepa. Nánari upplýsinga er að vænta af þessum bíl á blaðamannadögum Tokyo bílasýningarinnar, sem nú er hafin. Honda framleiddi NSX bílinn frá 1990 til 2005, en hætti þá framleiðslu hans við litla hrifningu bílaáhugmanna þar sem hann hefur þótt afar skemmtilegur sportbíll. Nú getur fólk aftur farið að láta sig dreyma. Síðustu árgerðirnar af NSX voru skráð fyrir 290 hestöflum, en margir vildu reyndar meina að bíllinn væri mun öflugri, en Honda vildi ekki gefa upp hærri tölu til að hlýta reglugerðum. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Ein venjuleg brunavél fer að verða sjaldséð í bílum og rafmótorar spila æ meira hlutverk í nýrri gerðum þeirra. Þó slá þeir fæstir við næstu gerð Honda NSX sem vopnaður verður einum þremur rafmótorum og að auki tveimur forþjöppum. Samt verður í bílnum 3,5 lítra V6 vél, svo eitthvað ætti hann að komast áfram. NSX-bíllinn verður fjórhjóladrifinn og ný gerð hans kemur árið 2015 eftir 10 ára framleiðsluhlé. Hann verður með tveggja kúplinga skiptingu, en fjöldi gíra er ekki ljós, en líklegt er að hún verði 7 eða 8 þrepa. Nánari upplýsinga er að vænta af þessum bíl á blaðamannadögum Tokyo bílasýningarinnar, sem nú er hafin. Honda framleiddi NSX bílinn frá 1990 til 2005, en hætti þá framleiðslu hans við litla hrifningu bílaáhugmanna þar sem hann hefur þótt afar skemmtilegur sportbíll. Nú getur fólk aftur farið að láta sig dreyma. Síðustu árgerðirnar af NSX voru skráð fyrir 290 hestöflum, en margir vildu reyndar meina að bíllinn væri mun öflugri, en Honda vildi ekki gefa upp hærri tölu til að hlýta reglugerðum.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent