„Mitt að sýna þjálfaranum að ég eigi heima í landsliðinu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2013 16:00 Arna Sif, þriðja frá hægri í fremri röð, fagnar Íslandsmeistaratitlinum haustið 2012. Mynd/Auðunn Níelsson „Eins mikið og ég elska allt hér fyrir norðan og þetta lið þá leitar hugurinn klárlega út,“ segir knattspyrnukonan Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif, sem er fyrirliði Þórs/KA í Pepsi-deildinni, situr fyrir svörum hjá Norðursport.net. Arna Sif, sem lyfti Íslandsmeistaratitlinum haustið 2012, segir liðið ekki hafa náð markmiðum sínum í ár. „Við eigum ofsalega mikið inni. Við náðum ekki okkar markmiðum í ár og við ætlum ekki að láta það gerast aftur. Stefnan er alltaf sett á toppinn og við söknum Íslandsmeistarabikarsins mikið. Hann þarf að koma heim í Hamar aftur á næsta ári.“ Arna Sif hefur verið í byrjunarliði meistaraflokks Þórs/KA frá 14 ára aldri. Ári fyrr mætti hún á sína fyrstu æfingu með meistaraflokki. „Það fer eingöngu eftir leikmanninum, þroska hans líkamlega og ekki síður andlega, hvort hann sé tilbúinn að byrja að spila svo ungur,“ segir Arna Sif. Stundum mæti þó stelpur of snemma í meistaraflokk og séu einfaldlega ekki búnar að taka út þann líkamlega og andlega þroska sem þurfi. „Þær ráða ekki við breytinguna enda er þetta mun meira líkamlegt og andlegt álag en í yngri flokkum. Þá eiga þær hættu á að týnast. Stundum er bara best að leyfa þeim leikmönnum og vaxa og þroskast með sínum flokkum og gefa þeim tíma. Ekkert er að því að æfa að hluta til með meistaraflokki en fá að blómstra í sínum flokki og jafnvel flokki fyrir ofan hann.“ Arna Sif stefnir á atvinnumennsku og sömuleiðis á sæti í íslenska landsliðinu. „Vonandi er bara tímaspursmál hvenær ég fæ alvöru séns. Þetta er ákvöðrun þjálfarans og það er mitt að sýna honum að ég eigi að vera þarna. Ég geri bara mitt besta í því.“ Viðtalið í heild sinni má sjá á Norðursport.net. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
„Eins mikið og ég elska allt hér fyrir norðan og þetta lið þá leitar hugurinn klárlega út,“ segir knattspyrnukonan Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif, sem er fyrirliði Þórs/KA í Pepsi-deildinni, situr fyrir svörum hjá Norðursport.net. Arna Sif, sem lyfti Íslandsmeistaratitlinum haustið 2012, segir liðið ekki hafa náð markmiðum sínum í ár. „Við eigum ofsalega mikið inni. Við náðum ekki okkar markmiðum í ár og við ætlum ekki að láta það gerast aftur. Stefnan er alltaf sett á toppinn og við söknum Íslandsmeistarabikarsins mikið. Hann þarf að koma heim í Hamar aftur á næsta ári.“ Arna Sif hefur verið í byrjunarliði meistaraflokks Þórs/KA frá 14 ára aldri. Ári fyrr mætti hún á sína fyrstu æfingu með meistaraflokki. „Það fer eingöngu eftir leikmanninum, þroska hans líkamlega og ekki síður andlega, hvort hann sé tilbúinn að byrja að spila svo ungur,“ segir Arna Sif. Stundum mæti þó stelpur of snemma í meistaraflokk og séu einfaldlega ekki búnar að taka út þann líkamlega og andlega þroska sem þurfi. „Þær ráða ekki við breytinguna enda er þetta mun meira líkamlegt og andlegt álag en í yngri flokkum. Þá eiga þær hættu á að týnast. Stundum er bara best að leyfa þeim leikmönnum og vaxa og þroskast með sínum flokkum og gefa þeim tíma. Ekkert er að því að æfa að hluta til með meistaraflokki en fá að blómstra í sínum flokki og jafnvel flokki fyrir ofan hann.“ Arna Sif stefnir á atvinnumennsku og sömuleiðis á sæti í íslenska landsliðinu. „Vonandi er bara tímaspursmál hvenær ég fæ alvöru séns. Þetta er ákvöðrun þjálfarans og það er mitt að sýna honum að ég eigi að vera þarna. Ég geri bara mitt besta í því.“ Viðtalið í heild sinni má sjá á Norðursport.net.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira