Fórnaði eista fyrir Nissan 370Z Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2013 10:46 Líffæragjafir í þágu vísindanna eiga sér oftast stað eftir lát gefendanna, en ekki í tilviki Mark Parisi. Hann hefur nú fórnað öðru eista sínu í þágu þeirra en fékk að auki 35.000 dollara og gervieista í stað þess náttúrulega. Peningana hefur hann hugsað sér að nýta til kaupa á Nissan 370Z sportbíl. Það svo til dugar fyrir kaupum á nýjum slíkum bíl, en hann kostar 36.000 dollara í heimalandi hins „gjafmilda“ Parisi, Bandaríkjunum. Þar sem sala líffæra er í raun ólögleg í Bandaríkjunum orðar Parisi það þannig að féð sé framlag fyrir þann tíma sem hann fórnaði vegna gjafarinnar. Öllu má nafn gefa! Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Parisi ræða um gjöf sína í sjónvarpsþættinum The Doctors. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent
Líffæragjafir í þágu vísindanna eiga sér oftast stað eftir lát gefendanna, en ekki í tilviki Mark Parisi. Hann hefur nú fórnað öðru eista sínu í þágu þeirra en fékk að auki 35.000 dollara og gervieista í stað þess náttúrulega. Peningana hefur hann hugsað sér að nýta til kaupa á Nissan 370Z sportbíl. Það svo til dugar fyrir kaupum á nýjum slíkum bíl, en hann kostar 36.000 dollara í heimalandi hins „gjafmilda“ Parisi, Bandaríkjunum. Þar sem sala líffæra er í raun ólögleg í Bandaríkjunum orðar Parisi það þannig að féð sé framlag fyrir þann tíma sem hann fórnaði vegna gjafarinnar. Öllu má nafn gefa! Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Parisi ræða um gjöf sína í sjónvarpsþættinum The Doctors.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent