Porsche Macan 400 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2013 10:45 Porsche Macan er líkur stóra bróður sínum, Cayenne. Fyrsti jepplingur Porsche, sem fengið hefur nafnið Macan, verður kynntur í næsta mánuði í Los Angeles. Ekki hafa nákvæmar upplýsingar fengist um bílinn fram að þessu, en nú er orðið ljóst hvaða vélbúnaður verði í boði í honum. Valið stendur á milli tveggja bensínvéla og einnar dísilvélar. Öflugri bensínvélin er 400 hestöfl, með 3,6 lítra sprengirými og tvær forþjöppur. Þannig búinn heitir hann Porsche Macan Turbo. Það þýðir reyndar ekki að aflminni bensínvélin sé ekki forþjöppudrifin líka, en þar er bara ein forþjappa og hestöflin 340. Með öflugri vélinni er bíllinn ekki nema 4,8 sekúndur í hundrað km hraða. Dísilvélin er 3,0 lítra, skilar 258 hestöflum og 580 Nm togi. Porsche Macan verður kynntur á bílasýningunni LA Auto Show í Los Angeles í næsta mánuði. Lægsta verð á Porsche Macan í Bandaríkjunum verður 52.000 dollarar, eða um 6,3 milljónir króna. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent
Fyrsti jepplingur Porsche, sem fengið hefur nafnið Macan, verður kynntur í næsta mánuði í Los Angeles. Ekki hafa nákvæmar upplýsingar fengist um bílinn fram að þessu, en nú er orðið ljóst hvaða vélbúnaður verði í boði í honum. Valið stendur á milli tveggja bensínvéla og einnar dísilvélar. Öflugri bensínvélin er 400 hestöfl, með 3,6 lítra sprengirými og tvær forþjöppur. Þannig búinn heitir hann Porsche Macan Turbo. Það þýðir reyndar ekki að aflminni bensínvélin sé ekki forþjöppudrifin líka, en þar er bara ein forþjappa og hestöflin 340. Með öflugri vélinni er bíllinn ekki nema 4,8 sekúndur í hundrað km hraða. Dísilvélin er 3,0 lítra, skilar 258 hestöflum og 580 Nm togi. Porsche Macan verður kynntur á bílasýningunni LA Auto Show í Los Angeles í næsta mánuði. Lægsta verð á Porsche Macan í Bandaríkjunum verður 52.000 dollarar, eða um 6,3 milljónir króna.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent