Seldu yfir milljón eintök af Playstation 4 á einum sólahring Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2013 10:39 nordicphotos/epa Sala á nýrri Playstation 4 leikjatölvu fór vel af stað í Bandaríkjunum um helgina en raftækjafyrirtækið Sony seldi yfir milljón tölvur fyrsta sólahringinn. Salan hófst föstudaginn 15. nóvember. Um er að ræða nýtt met í sölu á leikjatölvum en Sony átti fyrra metið þegar fyrirtækið gaf út Playstation 3 árið 2006. Microsoft, aðal samkeppnisaðili Sony, mun hefja sölu á nýrri leikjatölvu síðar í þessari viku þegar Xbox One fer í almenna sölu. Playstation 4 mun kosta 100 dollurum minna en XBox One. „Salan fór betur af stað en við höfðum búist við,“ sagði Koki Shiraishi, sölustjóri Sony í samtali við erlenda fjölmiðla. „Við erum samt sem áður mest að horfa til sölunnar fyrsta mánuðinn og hvernig okkur tekst til á þeim tíma.“ Sony mun hafa nægilega margar leikjatölvur á lager til að geta unað eftirspurn framyfir jól en talið er að fyrirtækið geti selt um fimm milljónir slíkar fyrir mars á næsta ári. Sony seldi 197.000 Playstation 3 leikjatölvur á fyrsta mánuðinum árið 2006 og því gefur að skilja að eftirspurnin eftir slíkum tölvum hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Leikjavísir Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Sala á nýrri Playstation 4 leikjatölvu fór vel af stað í Bandaríkjunum um helgina en raftækjafyrirtækið Sony seldi yfir milljón tölvur fyrsta sólahringinn. Salan hófst föstudaginn 15. nóvember. Um er að ræða nýtt met í sölu á leikjatölvum en Sony átti fyrra metið þegar fyrirtækið gaf út Playstation 3 árið 2006. Microsoft, aðal samkeppnisaðili Sony, mun hefja sölu á nýrri leikjatölvu síðar í þessari viku þegar Xbox One fer í almenna sölu. Playstation 4 mun kosta 100 dollurum minna en XBox One. „Salan fór betur af stað en við höfðum búist við,“ sagði Koki Shiraishi, sölustjóri Sony í samtali við erlenda fjölmiðla. „Við erum samt sem áður mest að horfa til sölunnar fyrsta mánuðinn og hvernig okkur tekst til á þeim tíma.“ Sony mun hafa nægilega margar leikjatölvur á lager til að geta unað eftirspurn framyfir jól en talið er að fyrirtækið geti selt um fimm milljónir slíkar fyrir mars á næsta ári. Sony seldi 197.000 Playstation 3 leikjatölvur á fyrsta mánuðinum árið 2006 og því gefur að skilja að eftirspurnin eftir slíkum tölvum hefur aukist gríðarlega á síðustu árum.
Leikjavísir Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira