Er Nissan GT-R Nismo 2,0 sek. í 100? Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2013 15:35 Nissan GT-R Nismo Heyrst hefur að hinn 595 hestafla Nissan GT-R Nismo, sem Nissan vinnur nú að, sé ekki nema sléttar 2 sekúndur í hundraðið. Það er fáheyrt og þótt ótrúlegt megi virðast mun betri tími en bæði McLaren P1 og Porsche 918 Spyder bílarnir nýju ná. Hann slær þó ekki við tíma Porsche 918 Spyder á Nürburgring brautinni, en hann á að hafa verið mældur á 7:08 mínútum en 918 bílinn á enn besta tímann sem þar hefur verið náðst, eða 6:57 mínútur. Nissan GT-R Nismo hefur farið í gegnum heilmikla megrun og lést um 65 kíló og hjálpar það verulega til við þennan góða árangur. Verð á nýjum Nissan GT-R á að verða eitthvað undir 200.000 dollurum, eða um 24 milljónir króna. Hann verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles í byrjun næsta árs. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent
Heyrst hefur að hinn 595 hestafla Nissan GT-R Nismo, sem Nissan vinnur nú að, sé ekki nema sléttar 2 sekúndur í hundraðið. Það er fáheyrt og þótt ótrúlegt megi virðast mun betri tími en bæði McLaren P1 og Porsche 918 Spyder bílarnir nýju ná. Hann slær þó ekki við tíma Porsche 918 Spyder á Nürburgring brautinni, en hann á að hafa verið mældur á 7:08 mínútum en 918 bílinn á enn besta tímann sem þar hefur verið náðst, eða 6:57 mínútur. Nissan GT-R Nismo hefur farið í gegnum heilmikla megrun og lést um 65 kíló og hjálpar það verulega til við þennan góða árangur. Verð á nýjum Nissan GT-R á að verða eitthvað undir 200.000 dollurum, eða um 24 milljónir króna. Hann verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles í byrjun næsta árs.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent