Fótbolti

Gummi Ben: Bara sjö leikir í úrslitaleikinn á HM - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn íslenska liðsins hittust allir á 17. hæð Westin-hótelsins Zagreb í dag þar sem menn skemmtu sér og öðrum og hlustuðu á Guðmund Benediktsson fara yfir leikinn á móti Króatíu í kvöld.

Guðmundur Benediktsson fór yfir byrjunarlið íslenska liðsins og hvað þarf að gerast á Maksimir-leikvanginum í kvöld til þess að Ísland verði með á HM í Brasilíu næsta sumar.

„Það eru aðeins sjö leikir í úrslitaleikinn á HM," sagði Guðmundur Benediktsson meðal annars þó meira í léttum tón en mikilli alvöru. Guðmundur mun síðan lýsa leiknum á Bylgjunni á eftir.

Það var strax komin mikil stemmning í íslensku stuðningsmennina enda aðeins þrír tímar í leikinn. Fólkið er að komast í gírinn og nú verður sungið og trallað fram að leiknum.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á staðnum og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan og neðan.

Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Guðmundur Benediktsson var í miklu stuði.Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×